Bann við hríðskotarifflum fellt úr gildi tíu dögum fyrir fjöldamorðið Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 12:24 Árásarmaðurinn lét til skarar skríða í versluninni King Soopers í Boulder í Colorado síðdegis í gær. AP/David Zalubowski Umdæmisdómari í Colorado í Bandaríkjunum felldi úr gildi bann borgaryfirvalda í Boulder við hríðskotarifflum aðeins tíu dögum fyrir fjöldamorðið sem var framið með slíku skotvopni í gær. Vopnaður árásarmaður skaut tíu manns til bana í stórmarkaði. Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögreglan í Boulder hefur enn ekki nafngreint karlmanninn sem hóf skothríð í King Soopers-stórmarkaðinum í borginni í gær. Ekki hefur komið fram hvað manninum gekk til en hann er sagður hafa særst aðeins lítillega þegar lögreglumenn skutu hann. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var fyrstur á vettvang til bana. Eric Talley, 51 árs, var sjö barna faðir, að sögn Washington Post. Bann við hríðskotarifflum líkt og þeim sem var notaður í árásinni í gær hafði verið í gildi í Boulder frá árinu 2018 en það var samþykkt til að koma í veg fyrir fjöldamorð með skotvopnum eftir að sautján manns voru myrtir í framhaldsskóla í Parkland á Flórída það ár. Samtök skotvopnaeigenda og eigandi byssuverslunar kærðu bannið til dómstóla. Umdæmisdómari í Boulder-sýslu komst að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld gætu ekki bannað skotvopn sem væru annars löglega samkvæmt ríkis- og alríkislögum. Felldi hann bannið úr gildi 12. mars, tíu dögum fyrir skotárásina mannskæðu. NRA, stærstu samtök skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum, fögnuðu úrskurðinum á Twitter-síðu sinni en þau studdu málsóknina. ICYMI: A Colorado judge gave law-abiding gun owners something to celebrate. In an @NRAILA-supported case, he ruled that the city of Boulder’s ban on commonly-owned rifles (AR-15s) and 10+ round mags was preempted by state law and STRUCK THEM DOWN. https://t.co/wmdhGG16pc— NRA (@NRA) March 16, 2021 „Við reyndum að verja borgina okkar. Það er svo sorglegt að sjá lögin felld úr gildi og að nokkrum dögum síðar upplifi borgin okkar nákvæmlega það sem við reyndum að forðast,“ segir Dawn Reinfeld, einn stofnenda samtaka gegn byssuofbeldi í Colorado, við Washington Post. Skotvopnaeigendasamtökin sem kærðu hríðskotarifflabannið hafna því aftur á móti að tengja skotárásina og ógildingu bannsins. Þau segja að „tilfinningaæsingur“ skyggi á minningu fórnarlamba árásarinnar. Nú sé ekki tíminn til þess að ræða hvernig sé hægt að koma í veg fyrir árásir af þessu tagi en það hafa verið rök samtaka skotvopnaeigenda eftir mörg fjöldamorð með skotvopnum vestanhafs. AP-fréttastofan segir að fjöldamorðið í gær sé það sjöunda í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári. Vopnaður maður skaut átta manns til bana í morðæði á nokkrum nuddstofum í Atlanta í Georgíu í síðustu viku. Meirihluti þeirra myrtu voru asískar konur.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira