Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Mjörg hundruð manns lögðu leið sína að eldgosinu í Geldingardal í dag eftir að svæðið hafi verið lokað almennri umferð í gær. Svo mikill var ágangurinn að umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi.

Svæðinu við elgdosið var lokað klukkan fimm, þá áttu allir vera farnir af svæðinu og var því göngugörpum sem mættu á svæðið eftir klukkan þrjú snúið við. 

Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar, hefur verið á svæðinu í dag og ræddi meðal annars við vísindamenn sem voru í könnunarleiðangri. Hann mun segja okkur frá aðstæðum við gosið í dag og mati vísindamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig ítarlega um breytingar á reglum við landamæri. Nú skulu börn fara í tvöfalda sýnatöku við komuna til landsins og verður öllum sem koma frá hásmitasvæðum gert að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi. Rætt var um málið á þingi ásamt fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar sem einnig verður sagt frá.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×