Ný bylgja muni brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 20:19 Forsætisráðherrann sagði að stundum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið. Getty „Eftir á að hyggja er eflaust margt sem við vildum óska að við hefðum vitað og margt sem við vildum óska að við hefðum gert öðruvísi, eftir á að hyggja, af því að við vorum að berjast við nýjan sjúkdóm undir allt öðruvísi kringumstæðum en nokkur fyrrverandi stjórnvöld gátu ímyndað sér.“ Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á blaðamannafundi í dag þar sem hann fór yfir stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu og leit bæði um öxl og til framtíðar. Hann sagði að á „réttum tímapunkti“ yrði minnisvarði reistur þeim sem látið hefðu lífið af völdum SARS-CoV-2 og að tímabilsins alls yrði minnst. Þá sagði hann framtíð landsins velta á því að skólabörnum og öðru námsfólki yrði bættur sá skaði sem það hefði orðið fyrir. „Ég tel sannarlega að þetta sé eitthvað sem við munum öll minnast og kljást við á ólíkan hátt, og í mínu tilviki, eins lengi og ég lifi,“ sagði Johnson, sem veiktist sjálfur alvarlega af Covid-19. Þjóðin hefði sýnt hugrekki og þolgæði Johnson hrósaði þjóðinni fyrir hugrekki og aga og sagði hana hafa sýnt mikið þolgæði. Þjóðin hefði upplifað mikinn missi en samkvæmt nýjustu gögnun hafa 149.117 látist af völdum Covid-19 í Bretlandi frá því að heimsfaraldurinn fór af stað. Forsætisráðherrann sagði að á sumum tímum hefði baráttan verið háð í myrkri en vísindin hefðu kveikt ljósið og hjálpað ríkjum heims að ná vopnum sínum með þróun bóluefna. Johnson sagði að eftir þrjár umferðir harðra sóttvarnaaðgerða væru Bretar smám saman að endurheimta frelsið, skref fyrir skref, og með hverri bólusetningu. Aðalráðgjafi breskra stjórnvalda í heilbrigðismálum, Chris Whitty, sagði ójöfnur og sveigjur á veginum en að ný bylgja myndi brotna á varnargarði bólusettra einstaklinga. Hann sagði að það hefði ekki verið fyrr en fólk fór að leggjast inn á spítala og deyja sem menn áttuðu sig á hversu hratt ástandið var að þróast. Annar ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Patrick Vallance, gekkst hins vegar við því að miklu hefði munað ef meira hefði verið skimað í upphafi faraldursins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira