Beckham: Solskjær er að skila ótrúlegu starfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 20:31 David Beckham og Ole Gunnar Solskjær náðu vel saman hjá Manchester United og unnu marga titla saman. Getty/Alex Livesey David Beckham er mjög ánægður með sinn gamla liðsfélaga Ole Gunnar Solskjær í knattspyrnustjórahlutverkinu hjá Manchester United. David Beckham var spurður út í sitt gamla félag í nýju viðtali þar sem hann var þó aðallega mættur sem einn af eigendum bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. David Beckham og Ole Gunnar Solskjær unnu fimm Englandsmeistaratitla saman hjá Manchester United frá 1996 til 2003 og auðvitað þrennuna 1998-98. Manchester United er nú í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og gæti endaði meðal þriggja efstu liðanna annað árið í röð en það væri í fyrsta sinn síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins árið 2013. David Beckham believes in close friend Ole Gunnar Solskjaer "He's very quiet, he gets on with his job, and I think he's done an incredible job down at United." [ESPN] pic.twitter.com/WNvQyuv6XA— Goal (@goal) March 24, 2021 Solskjær hefur verið gagnrýndur á tímabilinu, fyrst þegar liðið datt út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar og aftur þegar liðið gaf eftir í framhaldinu á því að komast á topp ensku deildarinnar. Nú síðast tapaði Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. „Ég hef séð þessa gagnrýni en það er bara þannig að þegar þú ert knattspyrnustjóri Manchester United, hjá liði sem hefur náð svo miklum árangri í gegnum tíðina, þá sleppur þú aldrei við gagnrýni hvort sem þú ert leikmaður, eigandinn eða knattspyrnustjórinn,“ sagði David Beckham í viðtali við ESPN. David Beckham insists Ole Gunnar Solskjaer is doing an 'incredible job' at Manchester United #MUFC https://t.co/K8XP5rjxTA— talkSPORT (@talkSPORT) March 23, 2021 „Ole hefur verið það lengi í þessu að hann ætti að geta tekið þessari gagnrýni. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður og það eru engin læti í honum. Hann heldur áfram sínu starfi og mér finnst hann hafa skilað ótrúlegu starfi hjá United,“ sagði Beckham. „Úrslitin eru farin að sýna það. Vonandi heldur þetta áfram þannig því stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og við viljum að honum gangi vel. Svo þegar gagnrýnin kemur þá er hann maður sem getur tekið henni,“ sagði Beckham. Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
David Beckham var spurður út í sitt gamla félag í nýju viðtali þar sem hann var þó aðallega mættur sem einn af eigendum bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. David Beckham og Ole Gunnar Solskjær unnu fimm Englandsmeistaratitla saman hjá Manchester United frá 1996 til 2003 og auðvitað þrennuna 1998-98. Manchester United er nú í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og gæti endaði meðal þriggja efstu liðanna annað árið í röð en það væri í fyrsta sinn síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins árið 2013. David Beckham believes in close friend Ole Gunnar Solskjaer "He's very quiet, he gets on with his job, and I think he's done an incredible job down at United." [ESPN] pic.twitter.com/WNvQyuv6XA— Goal (@goal) March 24, 2021 Solskjær hefur verið gagnrýndur á tímabilinu, fyrst þegar liðið datt út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar og aftur þegar liðið gaf eftir í framhaldinu á því að komast á topp ensku deildarinnar. Nú síðast tapaði Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. „Ég hef séð þessa gagnrýni en það er bara þannig að þegar þú ert knattspyrnustjóri Manchester United, hjá liði sem hefur náð svo miklum árangri í gegnum tíðina, þá sleppur þú aldrei við gagnrýni hvort sem þú ert leikmaður, eigandinn eða knattspyrnustjórinn,“ sagði David Beckham í viðtali við ESPN. David Beckham insists Ole Gunnar Solskjaer is doing an 'incredible job' at Manchester United #MUFC https://t.co/K8XP5rjxTA— talkSPORT (@talkSPORT) March 23, 2021 „Ole hefur verið það lengi í þessu að hann ætti að geta tekið þessari gagnrýni. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður og það eru engin læti í honum. Hann heldur áfram sínu starfi og mér finnst hann hafa skilað ótrúlegu starfi hjá United,“ sagði Beckham. „Úrslitin eru farin að sýna það. Vonandi heldur þetta áfram þannig því stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og við viljum að honum gangi vel. Svo þegar gagnrýnin kemur þá er hann maður sem getur tekið henni,“ sagði Beckham.
Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira