ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 10:55 Leiðtogar ESB hafa verið ósáttir við ríki eins og Bandaríkin og Bretland sem hafa þegið bóluefni sem er framleitt í Evrópu en takmarka útflutning frá sér. Vísir/EPA Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira
Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Sjá meira