ESB hyggst takmarka útflutning á bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 10:55 Leiðtogar ESB hafa verið ósáttir við ríki eins og Bandaríkin og Bretland sem hafa þegið bóluefni sem er framleitt í Evrópu en takmarka útflutning frá sér. Vísir/EPA Ríki utan Evrópusambandsins þurfa sérstakt leyfi til þess að fá að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni þaðan samkvæmt hertum takmörkunum sem búist er við að verði kynntar í Brussel í dag. Takmarkanirnar eru taldar koma harðast niður á Bretlandi og Bandaríkjunum. Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hægt hefur gengið að bólusetja gegn kórónuveirunni í aðildarríkjum Evrópusambandsins og nú er önnur bylgja faraldursins í uppsiglingu víða innan álfunnar. Evrópskir ráðamenn hafa átt í deilum við AstraZeneca, bresk-sænsk lyfjafyrirtækið, um afhendingu á bóluefni en bresk stjórnvöld hafa sett skorður við útflutningi á því. Breska ríkisútvarpið BBC segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætli að kynna tillögur um að herða takmarkanir á útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni í dag. Útflutningur verður ekki bannaður en hann verður skilyrtur við hvernig bólusetningu miðar í landinu sem ætlar að flytja efni inn og hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Það sé í samræmi við kröfur leiðtoga sambandsins um að ríki eins og Bretland og Bandaríkin heimili útflutning á bóluefni líkt og ESB hefur gert til þeirra. Nái tillögurnar fram að ganga þyrftu ríki utan sambandsins, þar á meðal ríki sem eiga í sérstöku viðskiptasambandi eins og Noregur og Sviss, að fá sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni frá aðildarríkjunum, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Þær ná til ríkja evrópska efnahagssvæðisins (EES) sem Ísland tilheyrir. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það vinna að því að afla upplýsinga um fyrirhugaðar reglur ESB um útfluting á bóluefni. Engar upplýsingar hafi komið fram sem bendi til að þær hafi áhrif á afhendingu bóluefnis til Íslands. Mest áhrif hefðu nýju reglurnar á Bretland og Bandaríkin sem takmarka útflutning á bóluefni. Bloomberg segir að Bretland hafi fengið stærsta skerfinn af því bóluefni sem hefur verið flutt frá Evrópusambandslöndum, um ellefu milljónir skammta af 45 milljónum. Ráðherraráð ESB ætlar að ræða tillögurnar í dag. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að taka þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira