Gasútstreymið „hættuleg og sterk blanda“ lífshættulegra gastegunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. mars 2021 00:06 Eldgosið hefur laðað marga að sem vilja sjá öfl náttúrunnar að verki með berum augum. Vísir/Vilhelm „Nú er orðið ljóst að gasútstreymi frá eldstöðvunum er ekkert í líkingu við það sem við höfum séð áður. Þar er einstaklega hættuleg og sterk blanda CO2 og CO, sem eru lífshættuleg gös.“ Svo segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands nú í kvöld þar sem fjallað er um gasmengun vegna eldgossins í Geldingadal. Útlit sé fyrir að við blasi langvarandi eldgos í Geldingadal og því fylgi tækifæri til að sjá eldgos með berum augum. „En við óskum eftir því að þið farið varlega,“ segir meðal annars í færslunni. „Höfum í huga að á gosstöðvum er mikið af lögreglufólki og björgunarsveitarfólki er vinnur við að tryggja okkar öryggi. Þau eru öll með GASMÆLA, þegar gasmælarnir fara að væla er réttast að færa okkur að lágmarki 10 m ofar en þar sem þau eru. ÞAU ERU MEÐ GASGRÍMUR, við hin ekki.“ Færslunni fylgir tafla sem sýnir gasþol og áhrif þeirra eldfjallagasa sem streyma upp úr eldstöðvunum. Bent er á það stórum stöfum í færslunni að ef einhver „fellur í ómegin“ vegna eitrunar sé ekkert hægt að gera nema að vera með súrefni meðferðis á vettvangi. Sá sem fari inn á svæðið til að hjálpa öðrum sem verður fyrir gasmengun verði sjálfur fyrir hættulegri eitrun af völdum gastegunda. „Njótum náttúrunnar á hennar forsendum, en ekki okkar og höfum alltaf vindinn í bakið,“ segir að lokum. Eldgos og jarðhræringar Vísindi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Svo segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands nú í kvöld þar sem fjallað er um gasmengun vegna eldgossins í Geldingadal. Útlit sé fyrir að við blasi langvarandi eldgos í Geldingadal og því fylgi tækifæri til að sjá eldgos með berum augum. „En við óskum eftir því að þið farið varlega,“ segir meðal annars í færslunni. „Höfum í huga að á gosstöðvum er mikið af lögreglufólki og björgunarsveitarfólki er vinnur við að tryggja okkar öryggi. Þau eru öll með GASMÆLA, þegar gasmælarnir fara að væla er réttast að færa okkur að lágmarki 10 m ofar en þar sem þau eru. ÞAU ERU MEÐ GASGRÍMUR, við hin ekki.“ Færslunni fylgir tafla sem sýnir gasþol og áhrif þeirra eldfjallagasa sem streyma upp úr eldstöðvunum. Bent er á það stórum stöfum í færslunni að ef einhver „fellur í ómegin“ vegna eitrunar sé ekkert hægt að gera nema að vera með súrefni meðferðis á vettvangi. Sá sem fari inn á svæðið til að hjálpa öðrum sem verður fyrir gasmengun verði sjálfur fyrir hættulegri eitrun af völdum gastegunda. „Njótum náttúrunnar á hennar forsendum, en ekki okkar og höfum alltaf vindinn í bakið,“ segir að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira