Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 13:31 Megan Rapinoe í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira
Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Sjá meira