Fótbolti

Smit í þýska hópnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonas Hofmann er með kórónuveiruna.
Jonas Hofmann er með kórónuveiruna. epa/LARS BARON

Kórónuveirusmit kom upp í þýska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að Jonas Hofmann, leikmaður Borussia Mönchengladbach, hafi fengið jákvæða niðurstöðu út úr kórónuveiruprófi sem leikmenn þýska liðsins fóru í.

Þýsku leikmennirnir eru nú í úrvinnslusótthví á hótelherbergjum sínum og upphitun þeirra sem átti að vera í morgun var blásin af.

Líklegt þykir að leikmenn þýska liðsins verði látnir gangast undir annað próf strax til að fá niðurstöðu sem fyrst.

Ekki liggur fyrir hvaða áhrif þetta mun hafa á leikinn í Duisburg í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×