Bíða svara UEFA en ef að Þjóðverjar hafa fjórtán menn ætti leikurinn að fara fram Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2021 11:06 Það var létt yfir íslensku strákunum á æfingu í Duisburg í gær. Þjóðverjar æfðu ekki í morgun eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. @footballiceland Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að það sé í höndum UEFA að ákveða hvort að leikur Íslands og Þýskalands fari fram í Duisburg í kvöld, eftir að smit greindist í þýska landsliðshópnum. Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“ HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Bild er það Jonas Hofmann sem greindist með kórónuveiruna. Liðsfélagar hans í þýska liðinu halda nú kyrru fyrir á herbergjum og fara í smitpróf. Leikurinn á að hefjast kl. 19.45 að íslenskum tíma. „Við vitum ekki mikið meira en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Við vitum að það er smit, að UEFA er að afla sér frekari upplýsinga um málið, og að okkur verður svo tilkynnt einhver niðurstaða,“ segir Klara. Samkvæmt Covid-reglum FIFA er nóg að lið hafi 14 leikmenn tiltæka til að leikur geti farið fram. Úr Covid-reglugerð FIFA, sem á heimsmeistaramótið, um lágmarksfjölda leikmanna til að leikur geti farið fram. Einn af fjórtán leikmönnum þarf að vera markvörður. Joachim Löw valdi 26 leikmenn í sinn hóp og þó að Toni Kroos hafi farið heim vegna meiðsla og Hofmann sé sýktur standa því 24 menn eftir. Spurningin er hvort fleiri séu sýktir og hvort og þá hve margir þurfi að fara í sóttkví vegna smits Hofmanns: „Ég á erfitt með að svara til um þýskar sóttvarnareglur en út frá reglum FIFA tel ég að ef að Þjóðverjarnir eru með 14 leikhæfa leikmenn þá fari leikurinn fram,“ segir Klara. Engar forsendur til að mótmæla ákvörðun UEFA „Út af svona málum erum við til dæmis með tvær liðsrútur í svona verkefnum, svo að leikmenn geti haldið tveggja metra fjarlægð í rútunum. Sætaskipan í matsal er ákveðin og ljósmynduð svo að hægt sé að leggja fram gögn ef leikmaður greinist jákvæður. Svona er hægt að sjá hverjum leikmaður hefur setið hjá eða verið nálægt. Leikmenn eru líka einir í herbergi. Ef þetta er gert eins og UEFA leggur upp þá veit maður ekki hvort það dugi til að þetta sé einangrað tilfelli,“ segir Klara. Aðspurð hvort að KSÍ myndi setja sig á móti því að leikurinn færi fram í kvöld, ákveði UEFA svo, segir Klara: „Ég sé ekki hvaða forsendur við höfum til þess. Ef að aðrir leikmenn greinast neikvæðir og það er metið sem svo að þeir séu spilhæfir og ekki smitandi, þá veit ég ekki hvaða forsendur við höfum til þess. UEFA er ábyrgðaraðili mótsins og er að vinna í málinu. Á þessu stigi vitum við ekki meira en höldum okkar einbeitingu á leiknum, og leikjunum í dag. Svona hefur þetta verið síðasta árið. Ekki bara keppni í fótbolta heldur kapphlaup við að verja liðin sín eins og við mögulega getum.“
HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira