Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 3-0 | Martraðarbyrjun í fyrsta leiknum undir stjórn Arnars Þórs Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 25. mars 2021 21:34 Alfons Sampsted gengur í burtu á meðan Þjóðverjar fagna marki. EPA-EFE/Friedemann Vogel Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. Þjóðverjar slógu Íslendinga í rot með tveimur mörkum frá á fyrstu sjö mínútunum og eftir það var leikurinn eins og þægileg spilæfing fyrir þá þýsku. Þeir bættu einu marki við í seinni hálfleik og 3-0 sigur þeirra staðreynd. Þjóðverjar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum. Þýska liðið var 76 prósent með boltann og átti 987 heppnaðar sendingar gegn aðeins 167 hjá því íslenska. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni HM og jafnframt fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Óhætt er að segja að landsliðsþjálfaraferill hans hafi ekki byrjað með neinum glæsibrag. Þetta var sjötta tap Íslands í röð og áttunda tapið í síðustu níu leikjum. Fyrirfram var þetta erfiðasti leikur Íslands í undankeppninni og möguleikarnir á stigum í honum kannski takmarkaðir, sérstaklega án Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar. En tapið var slæmt sem og frammistaðan. Framundan eru leikir gegn Armeníu og Liechtenstein sem verða helst báðir að vinnast ef Ísland ætlar að ná því markmiði sínu að komast á HM í Katar. Afleit byrjun Leikurinn byrjaði eins illa fyrir íslenska liðið og mögulegt var. Þjóðverjar einokuðu boltann í upphafi leiks og strax á 3. mínútu komust þeir yfir. Joshua Kimmich átti þá laglega sendingu inn fyrir íslensku vörnina á Serge Gnabry sem stillti boltanum upp fyrir Goretzka sem skoraði með góðu vinstri fótar skoti. Eftir sjö mínútur var staðan orðin 2-0. Rúnar Már Sigurjónsson tapaði þá boltanum á miðjunni, Gündogan fann Kimmich sem átti aðra gullsendingu inn fyrir íslensku vörnina, nú á Leroy Sané. Hann setti boltann út í vítateiginn á Havertz sem skoraði með skoti í fjærhornið. Sending Kimmichs kom fyrir aftan Alfons Sampsted sem lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið í kvöld og átti erfitt uppdráttar gegn sprækum Sané. Gerðu það sem þeir vildu Yfirburðir þýska liðsins í fyrri hálfleik voru svakalegir og til marks um það átti íslenska liðið aðeins 61 heppnaða sendingu í honum. Í þau fáu skipti sem Þjóðverjar töpuðu boltanum, settu þeir Íslendinga strax undir stífa pressu og unnu boltann aftur á augabragði. Íslenska liðið gerði sér sjaldan ferð inn á síðasta þriðjung vallarins í fyrri hálfleik. Það gerðist þó á 27. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson hristi Lukas Klostermann af sér og lagði boltann á Rúnar Má sem átti skot sem fór af Anthony Rüdiger og rétt framhjá þýska markinu. Rúnar þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla og Albert Guðmundsson kom inn á í hans stað. Albert fór á vinstri kantinn og Birkir Bjarnason inn á miðjuna við þessa skiptingu. Albert átti ágætis innkomu og góða spretti. Þótt Þjóðverjar hafi verið margfalt betri á öllum sviðum létu þeir tvö mörk nægja í fyrri hálfleik. Rüdiger komst næst því að skora þriðja markið er hann skallaði boltann rétt framhjá á 42. mínútu. Þjóðverjar áttu annars nokkur langskot sem misstu marks eða Hannes Þór Halldórsson varði þau örugglega. Betra í seinni hálfleik Meiri hugur var í íslenska liðinu í upphafi seinni hálfleiks sem sást best á því þegar Sverrir Ingi Ingason vann boltann af Havertz, rauk fram völlinn og fiskaði aukaspyrnu á ágætis stað. Ekkert kom úr henni en Arnór Ingvi Traustason og Aron Einar Gunnarsson áttu í kjölfarið marktilraunir sem trufluðu Manuel Neuer þó lítið. Á 56. mínútu skoraði Þýskaland þriðja mark sitt og þar var Gündogan að verki. Gnabry og Goretzka léku þá vel á milli sín og sá fyrrnefndi fann Gündogan rétt fyrir utan vítateigsbogann. Hann lét vaða og boltinn endaði í horninu. Íslendingar vörðu svæðið fyrir framan vörnina illa í markinu eins og þeir gerðu í leiknum. Aron Einar var einn aftarlega á miðjunni og þurfti að verja stærri en venjulega með landsliðinu. Íslendingar fengu lítinn tíma til að æfa nýtt leikkerfi í aðdraganda leiksins og hlutverkaskipan í því virtist ekki alveg vera á hreinu. Spilamennskan var þó betri í seinni hálfleik. Íslenska liðið færði sig aðeins framar á völlinn, settu Þjóðverja undir aðeins meiri pressu og létu finna meira fyrir sér. Á 65. mínútu átti Jón Daði skot úr vítateignum beint á Neuer. Fimm mínútum síðar voru Íslendingar hársbreidd frá því að lenda 4-0 undir þegar Gnabry átti skot í stöng eftir enn eina frábæra sendingu Kimmichs sem var besti maður vallarins í kvöld. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Þjóðverjar bættu fullt af sendingum við en létu mörkin þrjú duga. Lokatölur 3-0, Þýskalandi í vil. HM 2022 í Katar
Þýskaland vann fyrirhafnarlítinn sigur á Íslandi, 3-0, í Duisburg í undankeppni HM 2022 í kvöld. Leon Goretzka, Kai Havertz og Ilkay Gündogan skoruðu mörk þýska liðsins í leiknum. Þjóðverjar slógu Íslendinga í rot með tveimur mörkum frá á fyrstu sjö mínútunum og eftir það var leikurinn eins og þægileg spilæfing fyrir þá þýsku. Þeir bættu einu marki við í seinni hálfleik og 3-0 sigur þeirra staðreynd. Þjóðverjar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og þurftu ekki mikið að hafa fyrir hlutunum. Þýska liðið var 76 prósent með boltann og átti 987 heppnaðar sendingar gegn aðeins 167 hjá því íslenska. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni HM og jafnframt fyrsti leikurinn undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar. Óhætt er að segja að landsliðsþjálfaraferill hans hafi ekki byrjað með neinum glæsibrag. Þetta var sjötta tap Íslands í röð og áttunda tapið í síðustu níu leikjum. Fyrirfram var þetta erfiðasti leikur Íslands í undankeppninni og möguleikarnir á stigum í honum kannski takmarkaðir, sérstaklega án Gylfa Þórs Sigurðssonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar. En tapið var slæmt sem og frammistaðan. Framundan eru leikir gegn Armeníu og Liechtenstein sem verða helst báðir að vinnast ef Ísland ætlar að ná því markmiði sínu að komast á HM í Katar. Afleit byrjun Leikurinn byrjaði eins illa fyrir íslenska liðið og mögulegt var. Þjóðverjar einokuðu boltann í upphafi leiks og strax á 3. mínútu komust þeir yfir. Joshua Kimmich átti þá laglega sendingu inn fyrir íslensku vörnina á Serge Gnabry sem stillti boltanum upp fyrir Goretzka sem skoraði með góðu vinstri fótar skoti. Eftir sjö mínútur var staðan orðin 2-0. Rúnar Már Sigurjónsson tapaði þá boltanum á miðjunni, Gündogan fann Kimmich sem átti aðra gullsendingu inn fyrir íslensku vörnina, nú á Leroy Sané. Hann setti boltann út í vítateiginn á Havertz sem skoraði með skoti í fjærhornið. Sending Kimmichs kom fyrir aftan Alfons Sampsted sem lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið í kvöld og átti erfitt uppdráttar gegn sprækum Sané. Gerðu það sem þeir vildu Yfirburðir þýska liðsins í fyrri hálfleik voru svakalegir og til marks um það átti íslenska liðið aðeins 61 heppnaða sendingu í honum. Í þau fáu skipti sem Þjóðverjar töpuðu boltanum, settu þeir Íslendinga strax undir stífa pressu og unnu boltann aftur á augabragði. Íslenska liðið gerði sér sjaldan ferð inn á síðasta þriðjung vallarins í fyrri hálfleik. Það gerðist þó á 27. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson hristi Lukas Klostermann af sér og lagði boltann á Rúnar Má sem átti skot sem fór af Anthony Rüdiger og rétt framhjá þýska markinu. Rúnar þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla og Albert Guðmundsson kom inn á í hans stað. Albert fór á vinstri kantinn og Birkir Bjarnason inn á miðjuna við þessa skiptingu. Albert átti ágætis innkomu og góða spretti. Þótt Þjóðverjar hafi verið margfalt betri á öllum sviðum létu þeir tvö mörk nægja í fyrri hálfleik. Rüdiger komst næst því að skora þriðja markið er hann skallaði boltann rétt framhjá á 42. mínútu. Þjóðverjar áttu annars nokkur langskot sem misstu marks eða Hannes Þór Halldórsson varði þau örugglega. Betra í seinni hálfleik Meiri hugur var í íslenska liðinu í upphafi seinni hálfleiks sem sást best á því þegar Sverrir Ingi Ingason vann boltann af Havertz, rauk fram völlinn og fiskaði aukaspyrnu á ágætis stað. Ekkert kom úr henni en Arnór Ingvi Traustason og Aron Einar Gunnarsson áttu í kjölfarið marktilraunir sem trufluðu Manuel Neuer þó lítið. Á 56. mínútu skoraði Þýskaland þriðja mark sitt og þar var Gündogan að verki. Gnabry og Goretzka léku þá vel á milli sín og sá fyrrnefndi fann Gündogan rétt fyrir utan vítateigsbogann. Hann lét vaða og boltinn endaði í horninu. Íslendingar vörðu svæðið fyrir framan vörnina illa í markinu eins og þeir gerðu í leiknum. Aron Einar var einn aftarlega á miðjunni og þurfti að verja stærri en venjulega með landsliðinu. Íslendingar fengu lítinn tíma til að æfa nýtt leikkerfi í aðdraganda leiksins og hlutverkaskipan í því virtist ekki alveg vera á hreinu. Spilamennskan var þó betri í seinni hálfleik. Íslenska liðið færði sig aðeins framar á völlinn, settu Þjóðverja undir aðeins meiri pressu og létu finna meira fyrir sér. Á 65. mínútu átti Jón Daði skot úr vítateignum beint á Neuer. Fimm mínútum síðar voru Íslendingar hársbreidd frá því að lenda 4-0 undir þegar Gnabry átti skot í stöng eftir enn eina frábæra sendingu Kimmichs sem var besti maður vallarins í kvöld. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Þjóðverjar bættu fullt af sendingum við en létu mörkin þrjú duga. Lokatölur 3-0, Þýskalandi í vil.