Fótbolti

Þjóðverjar neikvæðir og leikurinn fer fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar eru klárir í slaginn gegn Íslendingum í kvöld.
Þjóðverjar eru klárir í slaginn gegn Íslendingum í kvöld. getty/Federico Gambarini

Leikur Þýskalands og Íslands í undankeppni HM 2022 fer fram í kvöld. Allir leikmenn þýska liðsins nema tveir fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi í dag.

Í morgun bárust fréttir af því að Jonas Hofmann, leikmaður Borussia Mönchengladbach, hefði greinst með kórónuveiruna.

Hann þarf að fara í sóttkví sem og Marcel Halstenberg, leikmaður RB Leipzig, sem var í mestum samskiptum við hann í þýska hópnum.

Aðrir í þýska liðinu og allir í starfsliði þess fengu neikvæða niðurstöðu úr öðru kórónuveiruprófi í dag. Leikurinn gegn Íslandi í Duisburg getur því farið fram.

Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Smit í þýska hópnum

Kórónuveirusmit kom upp í þýska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í undankeppni HM 2022 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×