Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2021 08:00 Leikarinn, kvikmyndaframleiðandinn og handritshöfundurinn segir að hinn tvítugi Ólafur Darri sé gjörólíkur þeim manni sem hann sé í dag. Aðsend ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ Líf Ólafs Darra Ólafssonar leikara hefur ekki verið eintómur dans á rósum og var leiðin ekki alltaf greið að þeim stað sem hann er á í dag. Hann hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að fjármálum og gerði upp reynsluna í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum þar sem hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar. Ólafur greip niður í menntaskólagöngu sína og lýsir því þegar yfirmaður kaffihúss eða sjoppu hringdi í föður hans og bað hann um að greiða skuldir sonar síns. Ólafur segir skammartilfinninguna sem fylgdi atvikinu enn vera í fersku minni. „Mér fannst ég oft vera óheiðarlegur þegar ég lít til baka og ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég hugsa um þennan tíma. Þetta er svona þegar ég er í menntaskóla og svo fylgir þetta mér áfram út í lífið.“ Örlagaríkt áhorf á spjallþátt Oprah Winfrey „Ég bara tek miklu meira að láni en mér er óhætt og enda í raun með að skulda töluvert mikla peninga, margar margar milljónir. Það var átak að breyta þessari þróun en það tókst alveg, það þurfti bara ákveðna hugarfarsbreytingu og ég man að það voru nokkrar bækur sem ég las sem hjálpuðu mér með það.“ Ólafur Darri hefur undanfarin ár gert góða hluti í Hollywood.Getty/Daniel Knighton Ein þeirra bóka var The Automatic Millionaire sem Ólafur slysaðist til að kaupa eftir að hafa séð höfund hennar David Bach í viðtali hjá Oprah Winfrey. Ólafur segir að bókin hafi hjálpað sér að losna undan skömminni sem fylgdi því að vera í vanskilum og fá áhuga á eigin fjármálum. Þegar hér er komið við sögu bjó hann enn í foreldrahúsum og lifði um efni fram. Hann segir það hafa verið erfitt að horfast í augu við vandann en það hafi hjálpað að hætta horfa á skuldir sínar sem óyfirstíganlega áskorun og einbeita sér að því borga litlar upphæðir aukalega inn á lánin með reglulegum hætti. Allt í einu orðið að engu Ólafur segist í dag skulda eins lítið og hann komist upp með og sé einungis með húsnæðislán. Lykilatriði sé að borga aukalega inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði og þá með sjálfvirkum greiðslum. Hann bætir við að honum hafi farið að líða virkilega vel þegar hann sá skuldirnar lækka smátt og smátt. „Þú ert allt í einu að farinn að segja „bíddu vó ég er að fara ná að stúta þessu“ og svo er þetta kannski bara orðið að engu.“ Þá sé mikilvægt að nýta aukapeningana sem hefðu annars farið í að greiða upp lán og setja fjárhæðina í sjálfvirkan sparnað, hvort sem það eru sparnaðarreikningar eða verðbréfasjóðir. Ólafur segist þó líka hafa passað sig á því allan tímann að nýta ekki allt laust fé í greiða niður skuldir heldur líka reynt að byggja upp sparnað. Mikilvægt sé að sjá eitthvað vaxa á móti skuldunum þó það sé lítil upphæð á mánuði. Merkilega lítið mál að steypa sér í skuldir „Svo er það þessi ótrúlega dásamlega tilfinning að verða laus undan þessu, sem ég allavega man að ég upplifið mikið sem skömm. Mér fannst ég ekki vera frjáls, ef ég myndi missa vinnuna þá myndi allt fara í klessu og ég gat ekki valið að gera eitthvað annað af því að ég var fastur í einhverju skuldafangelsi. Þetta var risaskref hjá mér þegar ég áttaði mig á þessu og fór að sjá árangurinn.“ Ólafur Darri segir ekki síður mikilvægt að gefa af sér til samfélagsins. Vísir/Vilhelm Ólafur segir að fjárhagsáhyggjur sínar hafi haft mikil áhrif andlega líðan hans í mörg ár og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Hann segir það hafa verið merkilega lítið mál að steypa sér í skuldir og þakkar fyrir að smálán hafi ekki staðið honum til boða þegar hann var ungur. Hann lýsir því að hinn tvítugi Ólafur Darri sé gjörólíkur þeim manni sem hann sé í dag. Hlakkar nú til þess að vinna í bókhaldinu „Ég get skipt æviskeiðinu upp í nokkra kafla og á þeim tíma sem ég fer virkilega að pæla í skuldum mínum og öðru þá er ég líka að pæla í öðrum hlutum. Ég var til dæmis rekinn úr Borgarleikhúsinu og það var nokkurs konar kall til þess að taka meiri ábyrgð á sjálfum mér og mínum starfsferli. Smátt og smátt fór ég að hætta hengja mig á stofnanir eða einhverja aðra til að veita mér þá vinnu sem ég taldi mig eiga skilið.“ Þess í stað hafi Ólafur áttað sig á því að hann þyrfti að sýna hvað í honum bjó ef hann vildi fá þau verkefni sem stæðu leikaranum annars ekki til boða. Á svipuðum tíma fór Ólafur úr því að hafa enga þekkingu á fjármálum í það að átta sig á því hvað það væri dýrmætt að setja sig inn í eigin fjármál. Í dag segist hann hlakka til að setjast niður nokkrum sinnum á ári til að fara yfir kvittanir og reikninga fyrir bókhaldið og fá betri yfirsýn. Eitt stærsta hrós sem hann hefur fengið var þegar endurskoðandi hrósaði honum fyrir að vera alltaf með bókhaldið á hreinu. „Þá fannst mér eins og ég væri búinn að taka ábyrgð á þessu og búinn að setja mig inn í þetta.“ Það sé meira en að segja það þegar fólk reki eigið fyrirtæki og starfi sem verktaki í fjölmörgum löndum. Mikilvægt að hugsa líka um aðra en sjálfan sig Ólafur segir markmið sín í fjármálum nú aðallega snúast að tvennu. Annars vegar að hjálpa dætrum sínum að komast úr hreiðrinu og verða sjálfstæðar og hins vegar að reyna að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld. Hann segir mikilvægt að fjárfesta í sjálfum sér, fjölskyldu sinni og sínu nærumhverfi. „Ég lít á það sem góða fjárfestingu að styðja UNICEF, ekkert af þessu er til einskis. Þó að þetta séu fjárútlát úr þínum vasa þá er líka mikilvægt að maður sé þátttakandi í samfélaginu og styðji við bakið á því sem maður vill styðja.“ Hann ítrekar að mikilvægt sé að halda í vonina og passa hugarfarið ef fólk sjái fram á svartnætti í fjármálum sínum. „Ég skil mjög vel ef einhver er í öngum sínum þarna úti vegna þess að viðkomandi skuldar svo mikið en þá borgar sig að trúa því að margt smátt muni í alvöru gera eitt stórt.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00 Óskar eftir fólki til að útbúa skemmtilegan þjóðhagfræðitölvuleik Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður. 5. mars 2021 12:36 Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Líf Ólafs Darra Ólafssonar leikara hefur ekki verið eintómur dans á rósum og var leiðin ekki alltaf greið að þeim stað sem hann er á í dag. Hann hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að fjármálum og gerði upp reynsluna í hlaðvarpinu Leitinni að peningunum þar sem hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar. Ólafur greip niður í menntaskólagöngu sína og lýsir því þegar yfirmaður kaffihúss eða sjoppu hringdi í föður hans og bað hann um að greiða skuldir sonar síns. Ólafur segir skammartilfinninguna sem fylgdi atvikinu enn vera í fersku minni. „Mér fannst ég oft vera óheiðarlegur þegar ég lít til baka og ég fæ kvíðahnút í magann þegar ég hugsa um þennan tíma. Þetta er svona þegar ég er í menntaskóla og svo fylgir þetta mér áfram út í lífið.“ Örlagaríkt áhorf á spjallþátt Oprah Winfrey „Ég bara tek miklu meira að láni en mér er óhætt og enda í raun með að skulda töluvert mikla peninga, margar margar milljónir. Það var átak að breyta þessari þróun en það tókst alveg, það þurfti bara ákveðna hugarfarsbreytingu og ég man að það voru nokkrar bækur sem ég las sem hjálpuðu mér með það.“ Ólafur Darri hefur undanfarin ár gert góða hluti í Hollywood.Getty/Daniel Knighton Ein þeirra bóka var The Automatic Millionaire sem Ólafur slysaðist til að kaupa eftir að hafa séð höfund hennar David Bach í viðtali hjá Oprah Winfrey. Ólafur segir að bókin hafi hjálpað sér að losna undan skömminni sem fylgdi því að vera í vanskilum og fá áhuga á eigin fjármálum. Þegar hér er komið við sögu bjó hann enn í foreldrahúsum og lifði um efni fram. Hann segir það hafa verið erfitt að horfast í augu við vandann en það hafi hjálpað að hætta horfa á skuldir sínar sem óyfirstíganlega áskorun og einbeita sér að því borga litlar upphæðir aukalega inn á lánin með reglulegum hætti. Allt í einu orðið að engu Ólafur segist í dag skulda eins lítið og hann komist upp með og sé einungis með húsnæðislán. Lykilatriði sé að borga aukalega inn á höfuðstólinn í hverjum mánuði og þá með sjálfvirkum greiðslum. Hann bætir við að honum hafi farið að líða virkilega vel þegar hann sá skuldirnar lækka smátt og smátt. „Þú ert allt í einu að farinn að segja „bíddu vó ég er að fara ná að stúta þessu“ og svo er þetta kannski bara orðið að engu.“ Þá sé mikilvægt að nýta aukapeningana sem hefðu annars farið í að greiða upp lán og setja fjárhæðina í sjálfvirkan sparnað, hvort sem það eru sparnaðarreikningar eða verðbréfasjóðir. Ólafur segist þó líka hafa passað sig á því allan tímann að nýta ekki allt laust fé í greiða niður skuldir heldur líka reynt að byggja upp sparnað. Mikilvægt sé að sjá eitthvað vaxa á móti skuldunum þó það sé lítil upphæð á mánuði. Merkilega lítið mál að steypa sér í skuldir „Svo er það þessi ótrúlega dásamlega tilfinning að verða laus undan þessu, sem ég allavega man að ég upplifið mikið sem skömm. Mér fannst ég ekki vera frjáls, ef ég myndi missa vinnuna þá myndi allt fara í klessu og ég gat ekki valið að gera eitthvað annað af því að ég var fastur í einhverju skuldafangelsi. Þetta var risaskref hjá mér þegar ég áttaði mig á þessu og fór að sjá árangurinn.“ Ólafur Darri segir ekki síður mikilvægt að gefa af sér til samfélagsins. Vísir/Vilhelm Ólafur segir að fjárhagsáhyggjur sínar hafi haft mikil áhrif andlega líðan hans í mörg ár og ýtt undir kvíða og þunglyndi. Hann segir það hafa verið merkilega lítið mál að steypa sér í skuldir og þakkar fyrir að smálán hafi ekki staðið honum til boða þegar hann var ungur. Hann lýsir því að hinn tvítugi Ólafur Darri sé gjörólíkur þeim manni sem hann sé í dag. Hlakkar nú til þess að vinna í bókhaldinu „Ég get skipt æviskeiðinu upp í nokkra kafla og á þeim tíma sem ég fer virkilega að pæla í skuldum mínum og öðru þá er ég líka að pæla í öðrum hlutum. Ég var til dæmis rekinn úr Borgarleikhúsinu og það var nokkurs konar kall til þess að taka meiri ábyrgð á sjálfum mér og mínum starfsferli. Smátt og smátt fór ég að hætta hengja mig á stofnanir eða einhverja aðra til að veita mér þá vinnu sem ég taldi mig eiga skilið.“ Þess í stað hafi Ólafur áttað sig á því að hann þyrfti að sýna hvað í honum bjó ef hann vildi fá þau verkefni sem stæðu leikaranum annars ekki til boða. Á svipuðum tíma fór Ólafur úr því að hafa enga þekkingu á fjármálum í það að átta sig á því hvað það væri dýrmætt að setja sig inn í eigin fjármál. Í dag segist hann hlakka til að setjast niður nokkrum sinnum á ári til að fara yfir kvittanir og reikninga fyrir bókhaldið og fá betri yfirsýn. Eitt stærsta hrós sem hann hefur fengið var þegar endurskoðandi hrósaði honum fyrir að vera alltaf með bókhaldið á hreinu. „Þá fannst mér eins og ég væri búinn að taka ábyrgð á þessu og búinn að setja mig inn í þetta.“ Það sé meira en að segja það þegar fólk reki eigið fyrirtæki og starfi sem verktaki í fjölmörgum löndum. Mikilvægt að hugsa líka um aðra en sjálfan sig Ólafur segir markmið sín í fjármálum nú aðallega snúast að tvennu. Annars vegar að hjálpa dætrum sínum að komast úr hreiðrinu og verða sjálfstæðar og hins vegar að reyna að tryggja sér áhyggjulaust ævikvöld. Hann segir mikilvægt að fjárfesta í sjálfum sér, fjölskyldu sinni og sínu nærumhverfi. „Ég lít á það sem góða fjárfestingu að styðja UNICEF, ekkert af þessu er til einskis. Þó að þetta séu fjárútlát úr þínum vasa þá er líka mikilvægt að maður sé þátttakandi í samfélaginu og styðji við bakið á því sem maður vill styðja.“ Hann ítrekar að mikilvægt sé að halda í vonina og passa hugarfarið ef fólk sjái fram á svartnætti í fjármálum sínum. „Ég skil mjög vel ef einhver er í öngum sínum þarna úti vegna þess að viðkomandi skuldar svo mikið en þá borgar sig að trúa því að margt smátt muni í alvöru gera eitt stórt.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Neytendur Tengdar fréttir „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00 Óskar eftir fólki til að útbúa skemmtilegan þjóðhagfræðitölvuleik Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður. 5. mars 2021 12:36 Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31 Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. 12. mars 2021 11:00
Óskar eftir fólki til að útbúa skemmtilegan þjóðhagfræðitölvuleik Svanhildur Hólm Valsdóttir kallar eftir því að frumkvöðlar útbúi sérstakan efnahagshermi svo stjórnvöld og almenningur geti betur áttað sig á áhrifum skattabreytinga. Hún hætti í fyrra sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra og tók við sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hún telur að það hafi verið til bóta að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra og segir að starfið sé á við tvær háskólagráður. 5. mars 2021 12:36
Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. 26. febrúar 2021 07:31
Fékk nóg af fátæktargildrunni og stofnaði stærsta umræðuhóp um fjármál á Íslandi Sædís Anna Jónsdóttir var rétt rúmlega tvítug þegar hún var komin í miklar fjárhagslegar ógöngur og kveið fyrir framtíðinni. Skuldirnar fóru stigvaxandi, reikningarnir söfnuðust upp og fyrsta barnið var á leiðinni. Henni hefur síðan tekist að gjörbreyta fjárhagsstöðu sinni með aga, hagsýni og samviskusemi og stofnaði í leiðinni einn stærsta umræðuvettvang um fjármál á Íslandi. 20. febrúar 2021 08:01