Danir skoruðu átta, öruggt hjá Englandi og dramatík hjá Spáni Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 17:53 Ferran Torres skoraði mark þeirra spænsku í dag. Tamuna Kulumbegashvili/Getty Fjölda leikja er lokið í undankeppni HM í Katar 2022 en þrír leikir hófust á sama tíma og leikur Armeníu og Íslands. Spánn náði að tryggja sér sigurinn á loka andurtökunum gegn Georgíu á útivelli. Lokatölur 2-1. Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir á 44. mínútu en á tólftu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Ferran Torres metin. Daniel Olmo skoraði sigurmarkið á 93. mínútu og tryggði Spáni 2-1 sigur. Þeir eru með fjögur stig en Georgía ekkert. 💪 - Spain🇪🇸 are unbeaten in an all-time record 65 consecutive World Cup qualifiers (W51-D14-L0) since a 1-0 defeat against Denmark in Copenhagen on 31 March 1993. #GEOESP #WorldCupQualifiers— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 28, 2021 Danmörk niðurlægði Moldóvu í F-riðlinum, 8-0, en Danir eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Moldóva er án stiga. Mikkel Damsgaard og Kasper Dolberg gerðu tvö mörk og þeir Jens Stryger Larsen, Mathias Jensen, Robert Skov og Marcus Ingvartsen gerðu eitt hver. England vann svo 2-0 sigur á Albaníu. Harry Kane skoraði fyrra markið á 38. mínútu og Mason Mount það síðara á 63. mínútu. England er með sex stig en Albanía þrjú. 6 - England have now won each of their last six World Cup qualifying matches, their best run since 10 straight wins between 2005 and 2009. Track.— OptaJoe (@OptaJoe) March 28, 2021 HM 2022 í Katar
Fjölda leikja er lokið í undankeppni HM í Katar 2022 en þrír leikir hófust á sama tíma og leikur Armeníu og Íslands. Spánn náði að tryggja sér sigurinn á loka andurtökunum gegn Georgíu á útivelli. Lokatölur 2-1. Khvicha Kvaratskhelia kom Georgíu yfir á 44. mínútu en á tólftu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Ferran Torres metin. Daniel Olmo skoraði sigurmarkið á 93. mínútu og tryggði Spáni 2-1 sigur. Þeir eru með fjögur stig en Georgía ekkert. 💪 - Spain🇪🇸 are unbeaten in an all-time record 65 consecutive World Cup qualifiers (W51-D14-L0) since a 1-0 defeat against Denmark in Copenhagen on 31 March 1993. #GEOESP #WorldCupQualifiers— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 28, 2021 Danmörk niðurlægði Moldóvu í F-riðlinum, 8-0, en Danir eru með sex stig eftir fyrstu tvo leikina. Moldóva er án stiga. Mikkel Damsgaard og Kasper Dolberg gerðu tvö mörk og þeir Jens Stryger Larsen, Mathias Jensen, Robert Skov og Marcus Ingvartsen gerðu eitt hver. England vann svo 2-0 sigur á Albaníu. Harry Kane skoraði fyrra markið á 38. mínútu og Mason Mount það síðara á 63. mínútu. England er með sex stig en Albanía þrjú. 6 - England have now won each of their last six World Cup qualifying matches, their best run since 10 straight wins between 2005 and 2009. Track.— OptaJoe (@OptaJoe) March 28, 2021