Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Einn hefur játað á sig morðið í Rauðagerði en talið er að fleiri hafi verið að verki. Fjórtán manns eru með réttarstöðu sakbornings.

Við ræðum við Margeir Sveinsson yfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 á Stöð 2 og Bylgjunni.

Þá fjöllum við um útbreiðslu breska afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi en tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindust með veiruna í dag var utan sóttkvíar. Við fylgjumst jafnframt með þegar byrjað var að bólusetja með bóluefni AstraZeneca á ný í Laugardalshöllinni í dag.

Við verðum svo í beinni útsendingu frá eldstöðinni í Geldingadölum þar sem unnið er að því að setja upp aðstöðu fyrir björgunarsveitarfólk sem hefur staðið vaktina þar sólarhringum saman.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×