Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 12:29 Íbúar á Ólafsfirði urðu ekki varir við sprenginguna sem olli rafmagnsleysi um tíma í göngunum í síðustu viku. Vísir/Atli Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins. Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær um að fjórir hefðu verið handteknir í aðgerðum lögreglu vegna sprengingarinnar í göngunum sem tengir saman Ólafsfjörð og Dalvík. Elías Pétursson er bæjarstjóri í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar komu margir hverjir af fjöllum enda var þá rúm vika síðan atburðurinn átti sér stað. Þeirra á meðal Elías Pétursson, bæjarstóri í Fjallabyggð. Fólk hafi vitað að myrkur hafi komið í göngin. Annars þekki hann aðeins til málsins eftir fréttir í gær. „Þetta fór mjög hljótt, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Elías í morgun. Rúm vika frá atburðinum Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn norðan heiða, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu að morgni fimmtudagsins 18. mars um sprengingu í göngunum sem virðist hafa átt sér stað á miðnætti með þeim afleiðingum að rafmagn fór af. Helgin leið þar til lögreglu tókst að átta sig á mögulegum gerendum. Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991. Ráðist var í húsleit hjá tveimur karlmönnum á Ólafsfirði á miðvikudag sem grunaðir voru um verknaðinn. Sprengjusérfræðingar að sunnan komu að þeim aðgerðum auk sérsveitarmanna. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á Suðurnesjum í för með stúlku. Fjórði karlmaðurinn var handtekinn á Akureyri á fimmtudag. „Þetta hefði getað verið mjög hættulegt á allan hátt,“ segir Bergur. „Mér skilst að Ólafsfjarðargöng séu það gömul að innra byrði þeirra standist í rauninni ekki sömu eldvarnarkröfur og gerðar eru í dag,“ segir Bergur. Almannahætta hafi verið fyrir hendi en sem betur fer hafi enginn verið á ferli á þessum tíma. Þrír karlar og stúlka handtekin „Rafmagn virðist hafa farið af gögnunum um miðnætti en við getum ekki sagt til um hve öflug sprengingin var. Það þarf betri sérfræðiþekkingu en ég bý yfir,“ segir Bergur. Þá liggur ekki fyrir nákvæmlega hve lengi var rafmagnslaust. Bergur segir lögreglu þekkja til hinna grunuðu karlmanna sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri en stúlkan er yngri. Hann segir enga hættu á ferðum enda Vegagerðin búin að taka göngin út. Tjónið sé þó metið á milljónir en búnaður í göngunum hafi skemmst. Elías bæjarstjóri merkir ekki ótta í samfélaginu í Fjallabyggð. Örugglega einhverjum brugðið „Þú sérð bara athugasemdir á samfélagsmiðlum og þess háttar. En það er ekki eins og það sé einhver ótti í samfélaginu, það er ekki svoleiðis,“ segir Elías. Hann býr sjálfur á Siglufirði og setur þann fyrirvara á að mögulega sé hljóðið annað á Ólafsfirði. „Örugglega er einhverjum brugðið, eins og er bara eðlilegt. En það er ekki þannig að það sé eitthvað panic í gangi.“ Bergur segir lögreglu telja sig hafa sterkt mál í höndunum og atburðarásin nokkuð skýr. Gögn hafi fundist í húsleit sem hafi reynst mikilvæg við rannsókn málsins.
Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru 3,4 km einbreið veggöng gegn um Ólafsfjarðarmúla sem voru tekin í notkun í desember 1990 og vígð 1. mars 1991.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45