Akureyringurinn, sem er 22 ára, fór utan með föður sínum í upphafi árs gagngert til að taka þátt í áheyrnarprufum. Svo vel hefur gengið að þar er hann enn. 32 keppendur bítast nú um sigur í keppninni.
Natan Dagur mætti söngkonunni Alexu í einvígi um hvort þeirra kæmist áfram í 32-manna úrslitin. Þau sungu hvort sinn hlutann í laginu Take me to Church með Hozier.
Fram undan eru fleiri einvígi næstu fjóra föstudaga þar sem þátttakendum verður fækkað um helming. Natan Dagur mun keppa einn þessa fjögurra föstudaga. Komist hann í sextán liða úrslitin keppir hann í beinni útsendingu í The Voice Norway en keppnin er sýnd á TV2 í Noregi.
Flutninginn og umsögn dómara má sjá að neðan.