Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2021 18:55 Viðar Örn Kjartansson skoraði gegn Dönum á Parken í síðasta landsleik sem hann spilaði, í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra framherja fram yfir Viðar fyrir sína fyrstu landsleiki. EPA/Liselotte Sabroe og Friedemann Vogel Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. Ísland á enn eftir að skora sitt fyrsta mark undir stjórn Arnars eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu í dag. Arnar var spurður að því fyrir landsleikina þrjá (sá þriðji er gegn Liechtenstein á miðvikudag) hvort það veldi ekki áhyggjum hve sárafá mörk framherjar íslenska hópsins hefðu skorað síðustu misseri. Hann kvaðst þá ekki hafa neinar áhyggjur en hefur hann áhyggjur nú? „Þegar maður velur hóp er maður að horfa á allt verkefnið í heild sinni. Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og ég held að þessi leikur í dag snúist ekki um hve margir sóknarmenn eru í hópnum hjá Íslandi. Hann snýst um að þetta var afar lokaður leikur í fyrri hálfleik, nánast engin færi. Við fáum besta færið þá eftir horn þegar Ari fékk frítt skot eftir horn. Þetta er leikur sem spilast þannig að fyrsta markið skiptir svo miklu máli,“ sagði Arnar. Heppnin þarf að vera með okkur „Ég hef engar áhyggjur af því að við getum ekki skorað mörk. Eftir að þeir komust yfir þá fengum við færi til að jafna. Heppnin þarf aðeins að vera með okkur, til að við fáum þetta „momentum“ með okkur. Það var bara erfitt í dag. Þetta var mjög lokaður leikur og jafn, og var alltaf að fara að falla öðru hvoru megin með fyrsta markinu, eða enda bara í 0-0 jafntefli,“ sagði Arnar. Ekki verið að velja „á móti Viðari“ Arnar var einna helst gagnrýndur fyrir það fyrir landsleikina, að hafa ekki valið sóknarmanninn Viðar Örn Kjartansson í sinn fyrsta landsliðshóp. Aðspurður hvort hann sæi eftir því svaraði Arnar: „Nei. Það er voðalega auðvelt að koma með svona eftir á. Við erum með mjög marga sóknarmenn í hópnum og getum einfaldlega ekki valið of marga. Fyrir þetta verkefni tók ég þá ákvörðun að velja þennan hóp. Það er alls ekki verið að velja á móti Viðari. Ég valdi þessa menn því ég taldi þá rétta fyrir þetta verkefni í mars. Þó að leikir tapist þá er það alls ekki þannig að valið á hópnum sé rangt.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Andstæðingarnir eru engir nýgræðingar“ „Þetta var leikur sem að mínu mati myndi falla fyrir liðið sem myndi skapa sér færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld. 28. mars 2021 18:30 Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. 28. mars 2021 18:29 Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26 Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin. 28. mars 2021 18:19 Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01 „Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13 Umfjöllun: Armenía - Ísland 2-0 | Þungt kjaftshögg í Armeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær. 28. mars 2021 17:50 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira
Ísland á enn eftir að skora sitt fyrsta mark undir stjórn Arnars eftir 3-0 tap gegn Þýskalandi og 2-0 tap gegn Armeníu í dag. Arnar var spurður að því fyrir landsleikina þrjá (sá þriðji er gegn Liechtenstein á miðvikudag) hvort það veldi ekki áhyggjum hve sárafá mörk framherjar íslenska hópsins hefðu skorað síðustu misseri. Hann kvaðst þá ekki hafa neinar áhyggjur en hefur hann áhyggjur nú? „Þegar maður velur hóp er maður að horfa á allt verkefnið í heild sinni. Við erum með marga sóknarmenn í hópnum og ég held að þessi leikur í dag snúist ekki um hve margir sóknarmenn eru í hópnum hjá Íslandi. Hann snýst um að þetta var afar lokaður leikur í fyrri hálfleik, nánast engin færi. Við fáum besta færið þá eftir horn þegar Ari fékk frítt skot eftir horn. Þetta er leikur sem spilast þannig að fyrsta markið skiptir svo miklu máli,“ sagði Arnar. Heppnin þarf að vera með okkur „Ég hef engar áhyggjur af því að við getum ekki skorað mörk. Eftir að þeir komust yfir þá fengum við færi til að jafna. Heppnin þarf aðeins að vera með okkur, til að við fáum þetta „momentum“ með okkur. Það var bara erfitt í dag. Þetta var mjög lokaður leikur og jafn, og var alltaf að fara að falla öðru hvoru megin með fyrsta markinu, eða enda bara í 0-0 jafntefli,“ sagði Arnar. Ekki verið að velja „á móti Viðari“ Arnar var einna helst gagnrýndur fyrir það fyrir landsleikina, að hafa ekki valið sóknarmanninn Viðar Örn Kjartansson í sinn fyrsta landsliðshóp. Aðspurður hvort hann sæi eftir því svaraði Arnar: „Nei. Það er voðalega auðvelt að koma með svona eftir á. Við erum með mjög marga sóknarmenn í hópnum og getum einfaldlega ekki valið of marga. Fyrir þetta verkefni tók ég þá ákvörðun að velja þennan hóp. Það er alls ekki verið að velja á móti Viðari. Ég valdi þessa menn því ég taldi þá rétta fyrir þetta verkefni í mars. Þó að leikir tapist þá er það alls ekki þannig að valið á hópnum sé rangt.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir „Andstæðingarnir eru engir nýgræðingar“ „Þetta var leikur sem að mínu mati myndi falla fyrir liðið sem myndi skapa sér færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld. 28. mars 2021 18:30 Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. 28. mars 2021 18:29 Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26 Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin. 28. mars 2021 18:19 Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01 „Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13 Umfjöllun: Armenía - Ísland 2-0 | Þungt kjaftshögg í Armeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær. 28. mars 2021 17:50 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira
„Andstæðingarnir eru engir nýgræðingar“ „Þetta var leikur sem að mínu mati myndi falla fyrir liðið sem myndi skapa sér færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld. 28. mars 2021 18:30
Einkunnir Íslands á móti Armeníu: Margir féllu á prófinu í kvöld Íslensku strákarnir eru stigalausir eftir tvo leiki og frammistaða liðsins í Armeníu var alls ekki nógu góð. Það er ekki oft sem íslenska liðið tapar leik á baráttu og vilja. 28. mars 2021 18:29
Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26
Fyrst og fremst vorum við sjálfum okkur verstir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, talaði hreint út eftir 2-0 tap Íslands í Armeníu er liðin mættust í undankeppni HM 2022. Aron Einar sagði liðið hafa verið sjálfu sér verst og það þarf þurfi að fara aftur í grunnatriðin. 28. mars 2021 18:19
Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01
„Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13
Umfjöllun: Armenía - Ísland 2-0 | Þungt kjaftshögg í Armeníu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær. 28. mars 2021 17:50