Fótbolti

Rifust eins og hundur og köttur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur er leikmaður AGF en Victor leikmaður FCK í Danmörku.
Jón Dagur er leikmaður AGF en Victor leikmaður FCK í Danmörku. Peter Zador/Getty

Jón Dagur Þorsteinsson hefur verið frískasti leikmaður U21 árs landsliðsins knattspyrnu í fyrstu tveimur leikjunum á EM í Ungverjalandi.

Ísland steinlá gegn Rússum á fimmtudag, 4-1, en í dag tapaði liðið svo 2-0 fyrir Dönum. Danir gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, rétt eins og Rússarnir.

Jón Dagur sýndi lipra takta í dag sem og á fimmtudaginn en það sást í leiknum að HK-ingnum stóð ekki á sama. Hann lenti upp á kant við Danina.

BT gerði því skil í umfjöllun sinni að Victor Nelsson og Jón Dagur, sem eru einnig mótherjar í danska boltanum, hafi lent saman í leiknum.

„Munnlegur bardagi leikmannanna endaði friðlega en það kostaði þá báða gult spjald,“ stóð í umsögninni þar sem er farið nánar í hvað fór þeirra á milli.


Tengdar fréttir

„Eigum alveg rétt á að vera á þessu móti“

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu Íslands gegn Danmörku á EM í dag. Danir unnu leikinn, 2-0, og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Davíð Snorri: Stoltur af liðinu

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla, kvaðst stoltur af liði sínu eftir 0-2 tap gegn Danmörku í lokakeppni EM sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×