Fótbolti

Fær ekki á sig mark með enska lands­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pope grípur vel inn.
Pope grípur vel inn. Eddie Keogh/Getty

Nick Pope, samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, hefur gert ansi góða hluti er hann hefur fengið tækifæri í marki enska landsliðsins.

Pope hefur fengið traust Gareths Southgate í marsglugganum þar sem Jordan Pickford, samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton, hefur verið að glíma við meiðsli.

Pickford hefur verið markvörður númer eitt en Pope hefur verið að setja meiri og meiri pressu á Pickford. Þegar litið er á tölfræði Pope er hún ansi góð.

Hann var meðal annars í markinu hjá Englandi er liðið vann 2-0 sigur á Albaníu fyrr í dag en þetta er í sjötta skipti sem hann heldur hreinu í enska markinu.

Hann hefur þar af leiðandi haldið hreinu í öllum sex leikjunum sem hann hefur spilað fyrir England og hann er sá fyrsti til að gera slíkt.

Enska liðið mætir Pólverjum á miðvikudag en það er spurning hvort að Robert Lewandowski finni leiðina fram hjá Pope á Wembley í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×