Versta byrjun Íslands í undankeppni í rúm 26 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 10:01 Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Daði Böðvarsson á táknrænni mynd fyrir byrjun íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2022. EPA-EFE/Friedemann Vogel Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru bara sextán ára gamlir þegar Ísland byrjaði undankeppni síðasta svona illa og þá var Lars Lagerbäck enn bara þjálfari 21 árs landsliðs Svía. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hvorki með stig eða mark eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að finna svo slaka byrjun á undankeppni stórmóts. Íslensku strákarnir fylgdu eftir 3-0 tapi á móti Þýskalandi með því að tapa 2-0 á móti Armeníu í gærkvöldi. Nýju landsliðsþjálfararnir eru að byrja í miklu mótlæti en hvorki Arnar Þór Viðarsson né Eiður Smári Guðjohnsen voru sjálfir búnir að spila fyrir A-landsliðið þegar íslenska landsliðsins fór síðast jafn illa af stað í undankeppni EM eða HM. Það þarf nefnilega að fara alla leið til haustsins 1994 til að finna eins slaka byrjun hjá karlalandsliðinu, það er undankeppni sem byrjar stigalaus og markalaus í fyrstu tveimur leikjunum. Undankeppnin sem um ræðir er fyrir EM 1996 í Englandi. Íslensku strákarnir töpuðu þá 1-0 á heimavelli á móti bronsliði Svía frá HM í Bandaríkjunum fyrr um sumarið en steinlágu svo 5-0 á útivelli á móti Tyrkjum í leik tvö. Íslenska liðið vann á endanum bara einn af átta leikjum sínum í þessari undankeppni og endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Sviss, Tyrklandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Ásgeir Elíasson hætti sem þjálfari íslenska liðsins eftir undankeppnina. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er þetta samt langt frá því að vera eina skiptið á þessum tíma þar sem liðið tapar fyrstu tveimur leikjum sínum. Það hafði hins vegar ekki gerst í síðustu fjórum undankeppnum eða síðan að Lars Lagerbäck mætti á svæðið. Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6) HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hvorki með stig eða mark eftir tvo fyrstu leiki sína í undankeppni HM 2022. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að finna svo slaka byrjun á undankeppni stórmóts. Íslensku strákarnir fylgdu eftir 3-0 tapi á móti Þýskalandi með því að tapa 2-0 á móti Armeníu í gærkvöldi. Nýju landsliðsþjálfararnir eru að byrja í miklu mótlæti en hvorki Arnar Þór Viðarsson né Eiður Smári Guðjohnsen voru sjálfir búnir að spila fyrir A-landsliðið þegar íslenska landsliðsins fór síðast jafn illa af stað í undankeppni EM eða HM. Það þarf nefnilega að fara alla leið til haustsins 1994 til að finna eins slaka byrjun hjá karlalandsliðinu, það er undankeppni sem byrjar stigalaus og markalaus í fyrstu tveimur leikjunum. Undankeppnin sem um ræðir er fyrir EM 1996 í Englandi. Íslensku strákarnir töpuðu þá 1-0 á heimavelli á móti bronsliði Svía frá HM í Bandaríkjunum fyrr um sumarið en steinlágu svo 5-0 á útivelli á móti Tyrkjum í leik tvö. Íslenska liðið vann á endanum bara einn af átta leikjum sínum í þessari undankeppni og endaði í neðsta sæti riðilsins á eftir Sviss, Tyrklandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Ásgeir Elíasson hætti sem þjálfari íslenska liðsins eftir undankeppnina. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er þetta samt langt frá því að vera eina skiptið á þessum tíma þar sem liðið tapar fyrstu tveimur leikjum sínum. Það hafði hins vegar ekki gerst í síðustu fjórum undankeppnum eða síðan að Lars Lagerbäck mætti á svæðið. Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6)
Stig og mörk í fyrstu tveimur leikjunum í síðustu undankeppnum: HM 2022: 0 stig og 0 mörk (-5 í markatölu) EM 2020: 3 stig og 2 mörk (-2) HM 2018: 4 stig og 4 mörk (+1) EM 2016: 6 stig og 6 mörk (+6) HM 2014: 3 stig og 2 mörk (+1) EM 2012: 0 stig og 1 mark (-2) HM 2010: 1 stig og 3 mörk (-1) EM 2008: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2006: 0 stig og 3 mörk (-3) EM 2004: 3 stig og 3 mörk (+1) HM 2002: 0 stig og 1 mark (-5) EM 2000: 2 stig og 1 mark (0) HM 1998: 1 stig og 1 mark (-2) EM 1996: 0 stig og 0 mörk (-6)
HM 2022 í Katar Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira