Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 11:25 Viðar Örn Kjartansson skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, á Parken í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra leikmenn á hans kostnað í yfirstandandi landsliðsverkefni. EPA „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira