Domino´s Körfuboltakvöld fór yfir hvað hefur klikkað hjá Hetti og Haukum í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 16:01 Pablo Cesar Bertone á ferðinni með boltann í leik Hauka og Njarðvíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var tekið stöðutékk á liðunum í sex neðstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um tvö neðstu liðin í deildinni. Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Höttur og Haukar eru í 11. og 12. sæti Domino´s deildar karla í körfubolta þegar sextán umferðir eru búnar af þeim 22 sem á að spila. Bæði liðin þurfa að góðum endaspretti að halda til að halda sæti sínu i deildinni. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, ræddi stöðu liðanna tveggja með sérfræðingum sínum Benedikt Guðmundssyni og Hermanni Haukssyni. „Það hlýtur að hafa komið mörgum á óvart að sjá Hauka í botnsætinu á þessum tímapunkti,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í upphafi umfjöllunar um Hauka sem skipa 12. sætið. „Við spáðum þeim neðarlega og höfðum ekki trú á því að þeir væru að fara að gera eitthvað gott. Maður sá það ekki fyrir að þeir væru einir á botninum. Þetta er búið að vera vont tímabil í Hafnarfirðinum og þetta byrjaði í sumar þegar þeir voru að setja þennan hóp saman,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á Haukum og Hetti eftir sextán umferðir „Þeir litu ágætlega út í fyrsta leik á móti Njarðvík. Eftir það hefur þetta allt verið niður á við og eins og Benedikt sagði þá er þetta skrýtin blanda af bakvörðum,“ sagði Hermann Hauksson. Farið var yfir það sem hefur verið að hjá Haukum og hvernig breytingar liðsins í febrúar hafi komið út. „Við erum búnir að ræða það hvað strákarnir á Egilsstöðum eru búnir að vera óheppnir. Michael Mallory, sem er einn allra skemmtilegasti bakvörðurinn í deildinni, er búinn að vera að missa af leikjum. Þeir verða að hafa hann heilann og það er gott fyrir þá að fá smá pásu til að gera að hans meiðslum, bakinu og ökklanum,“ sagði Kjartan Atli um Hattarmenn sem eru í 11. sætinu. „Hann meiðist fyrst í baki og svo kemur hann aftur og þá meiðist hann á ökkla. Þeir mega ekki við því að hann meiðist. Hann er ekki bara kanaígildi þeirra, sem eru svo mikilvægt fyrir lið út á landi, heldur er hann líka leikstjórnandinn sem stýrir þessu öllu saman. Hann drífur þetta áfram og hann er það góður að menn nærast af honum,“ sagði Benedikt. „Hann tekur svakalega mikið til sín og hin liðin þurfa að hafa gríðarlegar áhyggjur af honum. Hann er frábær bakvörður, sér völlinn hrikalega vel og er góður sendingamaður. Þetta er algjör lykilmaður fyrir Hattarmenn að hann sé heill,“ sagði Hermann. Hér fyrir ofan má heyra það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um frammistöðu Hauka og Hattarmanna í vetur og hvernig framhaldið lítur út hjá báðum liðum.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Haukar Höttur Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti