Meintur morðingi eftirlýstur í Albaníu en íslensk stjórnvöld höfnuðu framsali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. mars 2021 14:29 Albanski karlmaðurinn er einn fjórtán sakborninga í málinu. Vísir/Vilhelm Albanskur karlmaður sem lögregla segir að hafi játað að hafa banað samlanda sínum í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn er eftirlýstur í heimalandi sínu fyrir vopnað rán og hefur verið um árabil. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015. Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis vegna málsins að albönsk dómsmálayfirvöld hafi árið 2015 óskað framsals á albönskum karlmanni vegna afplánunar refsingar á grundvelli refsidóms sem hann hlaut í Albaníu fyrir ránsbrot. Beiðnin hafi verið tekin til afgreiðslu hjá dómsmálaráðuneytinu og í kjölfarið hjá embætti ríkissaksóknara á grundvelli laga um framsal og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984. Enn eftirlýstur vegna refsidóms „Þar sem beiðni albanskra yfirvalda uppfyllti ekki skilyrði laga um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984 og alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að var beiðninni hafnað árið 2017.“ Þá staðfestir ríkissaksóknari að karlmaðurinn sé enn eftirlýstur af albönskum yfirvöldum vegna ofangreinds refsidóms. Greint var frá því á blaðamannafundi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á föstudag að karlmaður á fertugsaldri hefði játað morðið. Hann hefði neitað til að byrja með en svo verið kominn með bakið upp við vegg og játað. Hann væri albanskur, líkt og hinn látni, og hefði komið til Íslands fyrir sjö til átta árum. Telja hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi Lögregla sagði einnig að hún teldi að morðið hefði verið skipulagt og samverknaður væri til skoðunar. Lögregla væri með einstakling grunaðan um að hafa ekið bíl og verið á staðnum þegar morðið var framið. Þá kom fram að lögregla teldi hinn látna einnig tengjast skipulagðri brotastarfsemi. Alls eru nú fjórtán aðilar með réttarstöðu sakborninga í málinu og koma þeir frá tíu löndum. Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Vísir hefur sent ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytinu fyrirspurn í framhaldi af fyrsta svari ríkissaksóknara til að fá á hreint að hvaða leyti skilyrði voru ekki uppfyllt fyrir framsali hins meinta morðingja til Albaníu árið 2015.
Morð í Rauðagerði Albanía Lögreglumál Tengdar fréttir Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26. mars 2021 18:46
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26. mars 2021 14:14