Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2021 16:24 Aukin virkni við Þrengslin hófst aðfaranótt föstudags. Vísir/Getty Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58