Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2021 16:24 Aukin virkni við Þrengslin hófst aðfaranótt föstudags. Vísir/Getty Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58