Ekkert til í því að Man. United maðurinn haldi með Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 10:01 Daniel James sækir hér að Liverpool manninum Sadio Mane ásamt félaga sínum Victor Lindelof hjá Manchester United. Getty/Andrew Powell Að halda eða halda ekki með Liverpool. Það er spurninginn sem Manchester United maðurinn Daniel James er nú lokins búinn að svara. Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það. Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira
Það eru vissulega skrýtnar sumar sögusagnirnar sem komast á flug eins og þessi um að Manchetser United maðurinn Daniel James hefði verið mikill stuðningsmaður Liverpool þegar hann var yngri. Upphafið af því var að þegar James var keyptur til Manchester United frá Swansea á sínum tíma þá lýsti sjónvarpsmaðurinn Jim White því yfir á Sky Sports að strákurinn væri mikill stuðningsmaður Liverpool. Þetta var árið 2019 og Daniel James hefur síðan aldrei talað hreint út um sitt uppáhaldsfélag þegar hann var yngri. Sagan hafði því fengið að lifa og vaxa. Nú hefur orðin breyting á því. The Man Utd star has responded to claims he supports Liverpool... https://t.co/kmi7gMB3Hl— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 30, 2021 Daniel James hefur nú spilað 66 leiki með Manchester United og er með 9 mörk og 8 stoðsendingar í þeim. Hann hefur skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. James hefur nú loksins sagt frá því hvaða lið hann hélt með þegar hann var yngri og það var ekki Liverpool. James ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti Manchester United. James staðfesti það þar að hafi ekkert verið til í því að Man. United maðurinn hafi einhvern tímann haldið með Liverpool. Hann hafi aftur á móti haldið með Chelsea þegar hann var yngri þegar hann elskaði að horfa á menn eins og Eden Hazard og Didier Drogba. „Þegar ég kom til United þá sagði einn fréttamaðurinn á Sky Sports að ég væri stuðningsmaður Liverpool. Ég vissi auðvitað að ég héldi ekki með Liverpool en ég vildi um leið ekki opinbera það að ég hafi haldið með Chelsea þegar ég var yngri,“ sagði Daniel James í hlaðvarpsviðtali við heimasíðu Manchester United. "It was just pure emotion, goosebumps."We'll never forget your dream debut either, @Daniel_James_97 @SamHomewood @6HellsBells @DavidMay04#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 30, 2021 „Þegar ég fór að spila með Swansea þá var Chelsea liðið sem ég hélt með en ég var samt enginn stuðningsmaður þess. Ég leit hins vegar mikið upp til leikmanna þeirra þegar ég var yngri, leikmanna eins og Hazard, [Juan] Mata og Drogba. Það voru leikmennirnir sem ég elskaði en ég óx aftur á móti upp úr því,“ sagði James. James spilaði síðan sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Chelsea í ágúst 2019. „Það var skrýtið að mæta þeim í fyrsta leik tímabilsins og fyrir leikinn hélt ég að ég fengi ekki að koma inn á. Þetta var stór leikur sem ég hélt að yrði jafn og spennandi. Við vorum hins vegar 3-0 yfir þegar ég kom inn á,“ sagði Daniel James sem fékk frábærar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United og var mjög þakklátur fyrir það.
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Sjá meira