Aukafjárveiting til lögreglu vegna eldgossins Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 30. mars 2021 14:30 Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Lögreglan Alþingi Eldgos í Fagradalsfjalli Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Mikið mæðir nú á viðbragðsaðilum á Suðurnesjum. Nú þegar hafa 16 þúsund manns komið að sjá gosið í Geldingadölum og það hefur kallað á mikla viðveru við umferðarstjórnun og almenna gæslu. Lögreglan á Suðurnesjum starfar á útkallsþungu svæði og allir óvæntir viðburðir, sem kalla á viðveru hennar, geta sett strik í reikninginn hvað varðar fjármögnun. Verkefni stjórnvalda er að tryggja aukfjármagn á svæðið. Ekkert embætti getur gert ráð fyrir eldgosi í fjárhagsáætlun sinni. Hin almenna löggæsla hefur, því miður, ekki verið nægilega fjármögnuð eða mönnuð og það er morgunljóst að viðburður eins og eldgosið hefur mikil fjárhagsleg áhrif á Lögregluna á Suðurnesjum. Hún þarf að festa lögreglumenn við eldgosið sem er hægara sagt en gert í því mönnunarástandi sem uppi er. Við þetta bætist að á sama tíma hefur verið unnið að því að bæta við auka mannskap og vöktum til að brúa bilið vegna styttingu vinnuvikunnar. Það eru fordæmi fyrir því að greiða aukalega þegar óvænt útgjöld koma upp og ég hvet ráðherra til að bregðast hratt við með aukafjárveitingu. Alþingi gæti síðan þurft að huga að því að koma inn auknum fjármunum á svæðið í gegnum fjárauka, bæði til löggæslu en einnig til annarra viðbragðsaðila. Álagið á heimafólki er mikið, björgunarsveitir standa vaktir dag eftir dag. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt sé gert aðeins á því frábæra sjálfboðaliðastarfi sem björgunarsveitirnar stunda. Þær hafa enn og aftur sýnt hve mikilvægar þær eru íslensku samfélagi. Þegar er farið að huga að því að koma fjármunum til svæðisins í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og er það vel. Það þarf hins vegar að tryggja að kostnaður lendi ekki á hinum mikilvægu viðbragðsaðilum á svæðinu. Ég skora á ráðherra að gefa strax út yfirlýsingu um að Lögreglunni á Suðurnesjum verði bættur allur sá kostnaður sem felst af gosinu. Hún á svo minn stuðning vísan á þingi við að koma þeim fjármunum í fastara form. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun