Hleypa ekki fleiri bílum að gossvæðinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 19:30 Lögreglumenn vísa nú ökumönnum sem ætla sér að gossvæðinu frá við upphaf Grindavíkurvegar við Reykjanesbrautina. Vísir/Jóhann Lokað hefur verið fyrir bílaumferð að gossvæðinu í Geldingadölum. Mikil bílaröð myndaðist síðdegis og náði hún alla leiðina að afleggjaranum að Bláa lóninu á Grindavíkurvegi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að ökumenn sem eru staðsettir vestan við Stafholt og austan við Ísólfsskála eigi ekki möguleika á að komast inn á gossvæðið og fleiri ökutækjum verði ekki hleypt inn. Sigvaldi Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir við Vísi að hann geri fastlega ráð fyrir að gossvæðinu verði lokað aftur í kvöld líkt og gert hefur verið síðustu kvöld. Þá var lokað klukkan 22:00. Gera megi þá ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð aftur í fyrramálið. Ágangurinn á svæðið síðdegis og í kvöld hafi verið svo mikill að engin bílastæði hafi verið laus og sumir ökumenn tekið upp á því að leggja á Suðurstrandarvegi. Viðbragðsaðilar hafi því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að sumir hefðu gripið til þess ráðs að ganga frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi til að komast að gossvæðinu. Myndatökumaður Stöðvar 2 sem var við Bláa lónið um klukkan 19:00 í kvöld segir að tugir bíla hafi verið lagðir þar og fólk hafi gengið þaðan í átt að eldstöðinni. Sigvaldi segir að ekki hafi enn verið lokað fyrir umferð göngufólks en hann varar við því að mjög duglegur spotti sé frá þeim stað þar sem fólk leggur nú upp í göngu eftir að lokað var fyrir bílaumferð um svæðið og að upphafsstað gönguleiðarinnar að Geldingadölum. Fólk átti sig jafnvel ekki á að leiðin sé fleiri kílómetrar. Mikil aðsókn hefur verið að gossvæðinu í góðu veðri í dag. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, lýsti því við Vísis síðdegis að bílröð næði frá bílastæðum við upphaf gönguleiðarinnar að gosinu í Geldingadölum og út af fjallinu Þorbirni, hinum megin við Grindavík. Umferðarhnúturinn teppti leið Grindvíkinga sjálfra. Sagðist Bogi hafa þrýst á um að lokað yrði fyrir umferð á svæðið. Lögreglan tilkynnti skömmu fyrir klukkan 18:00 að lokað hefði verið fyrir umferð tímabundið og óvíst væri hvort opnað yrði aftur í dag. Sú tilkynning var uppfærð og skorið úr um að fleiri ökutækjum yrði ekki hleypt á svæðið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira