Fólk á gosstöðvunum fram á nótt og óljóst hvenær verður opnað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 31. mars 2021 06:46 Þessi mynd er tekin á gosstöðvunum í gærkvöldi en á henni má sjá glitta í höfuðljós fjölda þeirra sem lögðu leið sína á svæðið. Vísir/Vilhelm Fólk var á gosstöðvunum fram á nótt og voru síðustu gestirnir ekki farnir af svæðinu fyrr en um tvöleytið að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er óljóst hvenær gossvæðið verður opnað í dag en líkt og í fyrrakvöld var því lokað á miðnætti og hófst þá rýming. Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Gríðarleg ásókn var á gosstöðvarnar í gær og á endanum var gripið til þess ráðs að loka svæðinu fyrir bílaumferð þar sem allt var orðið fullt á stæðunum sem útbúin hafa verið. Nokkuð var þó um að fólk léti það ekki stoppa sig og gengu menn þess í stað frá Grindavík eftir Suðurstrandavegi. Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að ætli menn sér að gera slíkt verði fólk að átta sig á því að þá er verið að bæta 16 kílómetrum við gönguna, en um átta kílómetrar eru frá Grindavík og að uppgönguleiðinni að gosinu. Nokkuð hafi verið um illa búið fólk og áréttar lögregla mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki ætli það sér að ganga frá Grindavík, því mikið hafi verið um dökkklætt fólk í vegarkantinum á Suðurstrandarvegi í gærkvöldi og í nótt. Allt hafi þó gengið stórslysalaust fyrir sig og stendur til að funda um framhaldið með morgninum. Því er enn óljóst hvenær gönguleiðin verður opnuð í dag. Lítið er svo að frétta af gosinu sjálfu annað en að það staðan er svipuð. Hraunrennsli virðist svipað og verið hefur og skjálftavirkni er ekki mikil á svæðinu samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. Samkvæmt gasmengunarspá sem birt er á vef Veðurstofunnar er spáð vestlægri og suðvestlægri átt nú fyrir hádegi. Mengunina mun því leggja yfir byggð bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á Suðurlandi. Undir kvöld er svo spáð vestanátt og verður þá mun minni mengun á höfuðborgarsvæðinu en áfram er líklegt að brennisteinslyktar verði vart á Suðurlandi, það er í Þorlákshöfn, Hveragerði, á Selfossi og í uppsveitum þar norðan af.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira