„Allir vilja sparka í okkur meðan við liggjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 13:30 Stephen Kenny bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem landsliðsþjálfari Írlands. getty/Stephen McCarthy Stephen Kenny, þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta, skaut föstum skotum að gagnrýnendum sínum eftir 1-1 jafntefli við Katar í vináttulandsleik í gær. Kenny hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu enda hafa Írar ekki unnið leik síðan hann tók við liðinu. Írland hefur tapað sjö af ellefu leikjum undir stjórn Kennys og gert fjögur jafntefli. Um helgina tapaði Írland óvænt fyrir Lúxemborg, 0-1, á heimavelli í undankeppni HM 2022. Þrátt fyrir slæma byrjun í starfi landsliðsþjálfara er Kenny brattur og tók til varna á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Katar í gær. „Ég er vanur að vinna í hverri viku. Ég vann írsku deildina fjögur ár í röð eða eitthvað. Ég er vanur að vinna og tapaði varla leik í fimm ár og í U-21 árs liðinu töpuðum við varla,“ sagði Kenny sem stýrði Dundalk áður en hann byrjaði að starfa hjá írska knattspyrnusambandinu. „Ég fékk þetta starf vegna árangursins sem ég hef náð og er ánægður með framfarirnar sem leikmennirnir hafa sýnt.“ Kenny segist vera að reyna að innleiða nýjan leikstíl hjá írska liðinu og það taki tíma. „Við erum svekktir með úrslitin gegn Lúxemborg en núna koma allir og vilja sparka í okkur meðan við liggjum,“ sagði Kenny. „Og það er allt í lagi. Það er hluti af þessu en við höfum tröllatrú á leikmönnunum í hópnum og höldum að við munum búa til mjög, mjög gott lið á næstu árum. Og ég ætla að vera hluti af því og sjá til þess að við verðum enn betri.“ Næsta verkefni írska liðsins eru tveir vináttulandsleikir gegn Andorra og Ungverjalandi í júní. HM 2022 í Katar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira
Kenny hefur fengið mikla gagnrýni að undanförnu enda hafa Írar ekki unnið leik síðan hann tók við liðinu. Írland hefur tapað sjö af ellefu leikjum undir stjórn Kennys og gert fjögur jafntefli. Um helgina tapaði Írland óvænt fyrir Lúxemborg, 0-1, á heimavelli í undankeppni HM 2022. Þrátt fyrir slæma byrjun í starfi landsliðsþjálfara er Kenny brattur og tók til varna á blaðamannafundi eftir leikinn gegn Katar í gær. „Ég er vanur að vinna í hverri viku. Ég vann írsku deildina fjögur ár í röð eða eitthvað. Ég er vanur að vinna og tapaði varla leik í fimm ár og í U-21 árs liðinu töpuðum við varla,“ sagði Kenny sem stýrði Dundalk áður en hann byrjaði að starfa hjá írska knattspyrnusambandinu. „Ég fékk þetta starf vegna árangursins sem ég hef náð og er ánægður með framfarirnar sem leikmennirnir hafa sýnt.“ Kenny segist vera að reyna að innleiða nýjan leikstíl hjá írska liðinu og það taki tíma. „Við erum svekktir með úrslitin gegn Lúxemborg en núna koma allir og vilja sparka í okkur meðan við liggjum,“ sagði Kenny. „Og það er allt í lagi. Það er hluti af þessu en við höfum tröllatrú á leikmönnunum í hópnum og höldum að við munum búa til mjög, mjög gott lið á næstu árum. Og ég ætla að vera hluti af því og sjá til þess að við verðum enn betri.“ Næsta verkefni írska liðsins eru tveir vináttulandsleikir gegn Andorra og Ungverjalandi í júní.
HM 2022 í Katar Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Sjá meira