Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2021 12:46 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Afléttingin núna byggir á tillögum sóttvarnalæknis sem lagði til að skólar yrðu opnaðir með samskonar takmörkunum og voru í gildi síðasta haust. Reglugerð þess efnis var birt í dag og er gert skil á vef Stjórnarráðsins. Gildistími reglugerðarinnar er frá 1. apríl til og með 15. apríl og var unnin í samstarfi heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra. Íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla verða áfram óheimilar samkvæmt núverandi sóttvarnareglum sem gilda sömuleiðis til 15. apríl. Eftirfarandi reglur munu gilda um skólastarf: Leikskólar Engin fjölda- eða nálægðartakmörkun gildir um börn á leikskólaaldri. Hámarksfjöldi fullorðinna er 20 manns í rými, en starfsmenn mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Foreldrar og aðstandendur skulu ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til og skulu þá nota andlitsgrímu. Grunnskólar Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma. Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella. Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil. Tónlistarskólar Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli starfsfólks og nemenda. Annars skal nota grímur sé þess kostur. Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 börn á grunnskólaaldri. Viðburðir eru heimilir fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri með sömu skilyrðum og gildir um skólastarf þeirra. Einstaklingar fæddir 2004 eða fyrr mega vera að hámarki 20 saman í rými og blöndun er heimil. Um viðburði fyrir einstaklinga fædda 2004 fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Framhaldsskólar Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella. Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma. Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Háskólar Hámarksfjöldi í kennslustofu og lesrýmum er 50. Halda skal 2 metra nálægðartakmörkunum milli allra en nota grímu ella. Blöndun nemenda ekki heimil. Starfsmenn mega fara milli rýma. Engir viðburðir eru heimilir í skólabyggingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12 Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30 Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 30. mars 2021 09:12
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. 30. mars 2021 11:30
Smit í fjórum grunnskólum í Reykjavík Nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla greindist með kórónuveiruna í gær og því hefur verið ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi. 25. mars 2021 07:54
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09