Fótbolti

Sveinn Aron byrjar og Rúnar Alex í markinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Sveinn Aron Guðjohnsen leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. vísir/vilhelm

Arnar Þór Viðarsson gerir sex breytingar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í Vaduz í kvöld.

Sveinn Aron Guðjohnsen er í byrjunarliði Íslands og leikur sinn fyrsta A-landsleik. Hann var einn fjögurra leikmanna úr EM-hópi U-21 árs landsliðsins sem voru kallaðir upp í A-landsliðið.

Rúnar Alex Rúnarsson er í markinu í stað Hannesar Þórs Halldórssonar. Arnar Þór gerir tvær breytingar á vörninni; Hjörtur Hermannsson kemur inn fyrir Kára Árnason og Hörður Björgvin Magnússon fyrir Ara Frey Skúlason.

Guðlaugur Victor Pálsson kemur aftur inn í byrjunarliðið sem og Arnór Ingvi Traustason. Þeir byrjuðu báðir gegn Þýskalandi en hófu leikinn gegn Armeníu á bekknum. 

Sverrir Ingi Ingason, Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru allir í byrjunarliðinu í þriðja leiknum í röð. Sverrir Ingi og Aron Einar léku báðir allan tímann gegn Þjóðverjum og Armenum.

Leikur Liechtenstein og Íslands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×