Blind þarf að fara í aðgerð en vonast til að ná EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 20:30 Það var strax ljóst að eitthvað slæmt hafði gerst eftir að Blind festi takkana í gervigrasinu er Holland lagði Gíbraltar 7-0 á útivelli. Pablo Morano/Orange Pictures Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, meiddist illa í 7-0 sigri Hollands á Gíbraltar í undankeppni HM 2022 á dögunum. Hann er bjartsýnn og stefnir á að ná EM í sumar en það verður að teljast ólíklegt. Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu. Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Blind festi takkana á skóm sínum í gervigrasinu sem leikur Gíbraltar og Hollands var spilaður á. Atvikið leit skelfilega út og virtist sem Blind hefði mögulega slitið krossbönd í hné. Sem betur fer fyrir Blind sluppu krossböndin en hann sleit hins vegar liðbönd í vinstri ökkla. „Ég reikna með að tímabili mínu með Ajax sé lokið. Ég mun fara í aðgerð í næstu viku og ef allt gengur að óskum í endurhæfingunni þá vonast ég til að ná Evrópumótinu í sumar,“ sagði Blind í yfirlýsingu Ajax. Ajax hefur gengið frábærlega á leiktíðinni. Liðið er með 11 stiga forystu á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar, einnig er liðið komið í úrslit hollenska bikarsins þar sem það mætir Vitesse Arnhem. Þá er Ajax komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem Roma bíður. 3134 - Daley Blind recorded more touches (3134), passes (2687) and recoveries (263) than any other player for @AFCAjax in all competitions this season. Blow. pic.twitter.com/XQ2SHqvZ7h— OptaJohan (@OptaJohan) April 1, 2021 „Auðvitað er ég mjög svekktur. Þú spilar fótbolta til að vinna titla og þessir titlar verða unnir á næstu mánuðum. Ég hefði viljað vera þarna með liðinu því þetta hefur verið frábært tímabil þessa. Því miður fyrir mig er því nú lokið,“ sagði Blind að lokum. Blind er þó bjartsýnn og stefnir á að bæta við þá 76 landsleiki sem hann hefur leikið til þessa þegar EM hefst í sumar. Holland er þar í riðli með Úkraínu, Austurríki og Norður-Makedóníu.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira