Innlent

Eldur kom upp í kjallara­í­búð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkvilið var kallað á vettvang vegna elds í kjallara í miðbænum í gær. Mynd úr safni.
Slökkvilið var kallað á vettvang vegna elds í kjallara í miðbænum í gær. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi, eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu. Engin slys urðu á fólki og var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan tíu.

Samkvæmt mbl.is var um íbúð við Ránargötu að ræða. Reykskemmdir urðu á íbúðinni og íbúar í húsinu, bæði í kjallaranum og á hæðunum fyrir ofan, þurftu að yfirgefa húsið.

Ökumenn undir áhrifum eða án bílprófs

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði lögregla þá afskipti af þremur ökumönnum. Tveir þeirra voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, en einn fyrir akstur án ökuréttinda. Sá hafði aldrei fengið bílpróf og er í dagbók sagt að brot hans af þessum toga séu ítrekuð.

Þá barst ein tilkynning um búðarhnupl í miðborginni. Á sjötta tímanum í gær handtók lögregla þá mann sem er sagður ofurölvi. Hann var að kasta af sér vatni utandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×