Fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 22:16 Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum síðustu sólarhringa en fyrsta marktæka gjóskufallið mældist í dag. Vísir/Vilhelm Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag. Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Gjóskan hefur breiðst út í austur og segir hópurinn það frekar benda til þess að gjóskan hafi fallið í gær eða í nótt. Gjóskufallið, þar sem það sé svo gott sem samfelld þekja, myndi mjóan geira sem nái yfir hraunið fyrir austan gígana og nokkra tugi metra upp í hlíðina á móti. Hér má sjá vikur sem fannst á gosstöðvunum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Eins og kemur fram á myndunum, þá er gjóskan einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum,“ segir í Facebook-færslu sem var birt af Eldfjallafræði- og náttúruvárhópnum. English below Góðann daginn öll sömul Enn á ný hafa orðið smá kaflaskipti í gosinu fyrsta marktæka gjóskufallið frá...Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Friday, April 2, 2021 „Í sumum tilvikum eru blöðrurnar arghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu. Jafnframt inniheldur gjóskufallið talsvert af Nornahárum og eru allt að 10 cm löng,“ segir í færslunni. Nornahár myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar karamella er slitin í sundur og dregin út. Hér má sjá Nornahár og Vikur sem fannst í Geldingadölum í dag.Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands „Norðri og Suðri voru í góðum gír í dag, nokkuð stöðugt gasútstreymi og lagði mökkinn í austurátt með tilhlýðandi mengu. Hraunflæði var stöðugt og hraunáin er búin að hækka sig talsvert og hefur byggt myndarlega hraunbakka.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51 Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28 „Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Lokað að gosstöðvunum á morgun Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun. 2. apríl 2021 13:51
Vísuðu ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví frá gossvæðinu Lögregla vísaði í gær fjórum ferðamönnum frá gönguleiðinni að Geldingadölum þegar í ljós kom að þeir áttu að vera í sóttkví. 2. apríl 2021 13:28
„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 2. apríl 2021 10:18