Nokkuð jafnræði var með liðunum í dag, enda mikið undir. Það var ekki fyrr en á 38. mínútu sem gestirnir brutu ísinn, en þar var á ferðinni Leon Goretzka eftir stoðsendingu frá Thomas Müller.
Mark Goretzka reyndist vera eina mark leiksins og Bayern Munich því enn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum jók Bayern forskot sitt í sjö stig.
RB Leipzig situr enn í öðru sæti deildarinnar. Með sigri í dag hefðu þeir minnkað forskot Bayern niður í eitt stig og galopnað titilbaráttuna. Nú þegar sjö leikir eru eftir er orðið erfitt að ná þýsku meisturunum.
Three huge points
— FC Bayern English (@FCBayernEN) April 3, 2021
SEVEN point lead
#RBLFCB pic.twitter.com/CwEn0ZMcAk