Enski boltinn

Arteta: Þeir voru betri á öllum sviðum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mikel Arteta var myrkur í máli eftir tap liðsins gegn Liverpool.
Mikel Arteta var myrkur í máli eftir tap liðsins gegn Liverpool. Stuart MacFarlane/Getty

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var eðlilega mjög ósáttur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Liverpool á heimavelli. Arteta segir að hann taki ábyrgð á tapinu.

„Þeir voru betri á öllum sviðum. Ég tek þetta á mig, þetta er á minni ábyrgð,“ sagði Arteta eftir leikinn í kvöld. 

„Þeir voru miklu betra liðið. Þeir unnu okkur með þrem mörkum, en það hefði getað verið meira. Þeir unnu öll einvígi og alla lausa bolta. Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég í áfalli.“

Arteta var greynilega í miklu uppnámi og hélt áfram.

„Ég átti ekki von á þessu. Það er mín ábyrgð að bæta upp fyrir þetta. Við lögðumst niður á mjög lágt plan í dag og þetta var óásættanlegt.“

Hann talaði þó ekki bara um slæman leik sinna manna og hrósaði Liverpool fyrir sinn leik.

„Þeir tóku réttar ákvarðanir, en ekki við. Mig langar að óska Liverpool til hamingju því þeir voru frábærir. Þetta sýndi muninn á þessum tveim liðum. Þegar þeir spila á þessu plani þá er munurinn ótrúlega mikill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×