Enski boltinn

Solskjaer: Við vorum klaufar að gefa þetta mark

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ole Gunnar Solskjaer fagnar sigri sinna manna í kvöld.
Ole Gunnar Solskjaer fagnar sigri sinna manna í kvöld. Oli Scarff - Pool/Getty Images

Ole Gunnar Solskjaer var virkilega ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Manchester United kom til baka og vann 2-1 sigur eftir að fyrrum United maðurinn Danny Welbeck hafði komið gestunum yfir snemma leiks.

„Það er alltaf erfitt að spila við Brighton,“ sagði Solskjaer eftir leikinn. „Við erum búnir að ná í góð úrslit en við höfum líka þurft að vinna fyrir þeim. Okkur tókst að finna leið í seinni hálfleik.“

Þrátt fyrir að Solskjaer hafi ekki verið neitt sérstaklega ánægður með að sjá Danny Welbeck skora gegn sínu gamla félagi þá hrósaði hann honum fyrir sína frammistöðu á tímabilinu.

„Hann var í varaliðinu þegar ég þjálfaði hann. Hann hefur fullt af hæfileikum og það er frábært að sjá hann spila aftur eftir öll meiðslin sem hann hefur lent í,“ sagði Solskjaer.

„Við vorum klaufar að gefa þetta mark. Dean Henderson varði vel en svo nær Welbeck þessu frákasti. Við þurftum að endurstilla okkur í hálfleik því við sköpuðum okkur ekki mikið eftir markið.“

Solskjaer hrósaði ekki bara Danny Welbeck, heldur einni sínum eigin leikmönnum.

„Þetta tekur stundum tíma eftir landleikjahlé, og þá þarf kannski að kveikja á flugeldunum í hálfleik. Mason Greenwwod þarf að bæta þessum mörkum við leik sinn af því að við vitum hversu miklum hæfileikum hann býr yfir.“


Tengdar fréttir

Enn einn endurkomusigur Manchester United

Manchester United vann enn einn endurkomusigurinn þegar þeir fengu Brighton í heimsókn í kvöld, lokatölur 2-1. Marcus Rashford og Mason Greenwood skoruðu mörk heimamanna eftir að fyrrum United maðurinn Danny Welbeck hafði komið Brighton yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×