Fótbolti

Hörður Björg­vin með slitna hásin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni við Youri Tielemans í leik liðanna í Brussell í nóvembermánuði 2018.
Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni við Youri Tielemans í leik liðanna í Brussell í nóvembermánuði 2018. vísir/getty

Íslenski landsliðsmðaurinn Hörður Björgvin Magnússon er með slitna hásin en þetta kom fram í tilkynningu frá CSKA í morgun.

Hörður Björgvin var borin af velli í sigri CSKA Moskva gegn Tambrov í rússneska boltanum í gær.

Ljóst var að meiðslin væru alvarleg en hann lenti ekki í návígi heldur féll skyndilega til jarðar er hann reyndi við boltann.

Nú er komið í ljós að hásinin er slitin hjá þessum öflugasta vinstri fótar manni og hann þarf að fara í aðgerð.

Óvíst er hvenær Hörður verður klár á ný en ljóst er að hann mun ekki spila meira með rússneska liðinu á þessari leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×