Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 20:00 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira