Fótbolti

Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við á­skorunum tíma­bilsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í kvöld.
Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL

Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks.

„Þeir spiluðu mjög vel á milli línanna og ullu okkur miklum vandræðum. Í síðari hálfleik sköpuðum við nóg af færum og áttu að skora fleiri mörk. Það var leiðinlegt þegar þeir komu til baka og jöfnuði en það getur alltaf gerst. Að vera 2-1 yfir er erfitt en við náðum allavega markinu og erum yfir fyrir síðari leikinn,“ sagði Belginn að leik loknum.

Man City er 2-1 yfir fyrir síðari leik liðanna sem fer fram eftir viku. Sigurmarkið kom eftir að De Bruyne gaf á İlkay Gündoğan sem lagði boltann upp á Phil Foden sem skoraði markið sem gæti reynst einkar mikilvægt þegar uppi er staðið.

„Ég horfði upp áður en ég fékk boltann. Ég reyni að sjá fyrir mér hvað er að gerast. Ég sá Phil og Gundo báða hlaupa í átt að fjærstönginni svo ég reyndi að lyfta boltanum þangað.“

„Tímabilið byrjaði af miklum krafti í september og hefur ekki stöðvað síðan. Þetta hefur verið ótrúlegt magn af leikjum og liðið hefur brugðist vel við þeim áskorunum sem hafa mætt okkur á þessu tímabili.“

„Við erum í góðri stöðu og erum í þeirri forréttindastöðu að vera berjast um alla bikara sem eru í boði. Við reynum undirbúa okkur leik fyrir leik,“ sagði Kevin De Bruyne að lokum í viðtali við BT Sport að loknum 2-1 sigri Manchester City í kvöld.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×