Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 00:43 Ný sprunga myndaðist á miðnætti innan við hálfan kílómetra frá upptökunum í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að björgunarsveitir hafi séð sprunguna í myndun í gær. Hún hafi verið mæld úr frá hnitum og sé um 420 metrum norðaustur af upptökunum í Geldingadölum. „Sprungan liggur í rauninni á milli þessara tveggja jarðelda sem nú þegar eru opnir,“ segir Einar. Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu. Hann segir að klukkan hafi í raun slegið miðnætti þegar nýja sprungan opnaðist og eldhræringar við hana orðið sýnilegar á vefmyndavélum. Einar segir hraunið streyma í áttina inn í Geldingadali. Kári Rafn Þorbergsson, björgunarsveitarmaður í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu, er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ segir Kári en nánar er rætt við hann hér. Kári tók þetta myndband sem sýnir staðsetningu nýju sprungunnar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að líklegast væri að ný sprunga myndi opnast á milli þeirra tveggja jarðelda sem væru þegar opnir, sem varð raunin. Nýja hraunið sést renna í vefmyndavélum RÚV og Mbl sem sjá má hér að neðan. Augnablikið sést í vefmyndavél RÚV klukkan 23:59:58. Tímakóðinn er niðri í vinstra horninu á skjánum. Vefmyndavél Mbl er staðsett svo nærri nýju sprungunni að sumir velta fyrir sér hvort hún sé hreinlega í hættu.
Tilkynning Veðurstofu Íslands klukkan 01:05 Á miðnætti opnaðist þriðji jarðeldurinn. Hann er á milli gosstaðanna tveggja ( í Geldingadölum og norðan við Meradali). Björgunarsveitir höfðu séð jarðsig á svæðinu í gær um 420 metrum norðaustan við upptakasvæðið í Geldingadölum sem var um150m að lengd og um 1 meter að dýpt. Við teljum að þar hafi eldurinn opnast. Jarðeldurinn nær ekki á milli gíganna tveggja eins og er, sjá má að hraunið frá nýja eldinum rennur í Geldingadali á vefmyndavélum á svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira