Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 10:07 Rakel Þórhallsdóttir hefur tryggt sér hluta af vörubirgðunum úr þrotabúi Geysis en segir að mun meiri áhersla verði lögð á útivist í nýju versluninni. Aðsend Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. Rakel er alls ekki ókunn verslunarrekstri en hún rak áður útvistarverslun undir nafninu Mt. Hekla við Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna, en Jóhann var þó einn skráður eigandi eignarhaldsfélaganna Geysir Shops ehf. og Arctic Shopping ehf. Bæði félög voru tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars eftir að öllum verslunum þeirra var lokað í febrúar og starfsfólki sagt upp. Hlutverkin snúist við Aðspurð um tengslin við Geysi segist Rakel fyrst og fremst hafa séð um rekstur veitingastaðarins Rabbabara í Haukadal á sínum tíma. „Ég var ekki mikið í verslunarrekstrinum svo það er frekar nýtt fyrir mér. Þó maður hafi auðvitað verið viðriðinn þetta öll þessi ár þá er ég ekki með beina aðkomu fyrr en núna,“ segir hún í samtali við Vísi. Nú sé um að ræða nýtt upphaf en í þetta sinn hafi hlutverkin snúist við og Jóhann komi ekki að rekstri Mt. Heklu með beinum hætti. „Hann er auðvitað við hliðina á mér og hjálpar mér að sjálfsögðu en ég er með þetta.“ Mt. Hekla mun opna í Hafnarstræti 98 á Akureyri þar sem áður var rekin verslun undir merkjum Geysis.Já.is Engar ísaxir Auk Geysis rak Jóhann meðal annars Fjällräven verslun á Laugavegi og hefur Rakel nú tekið við umboðinu á Íslandi. Hún segir að í Mt. Heklu verði lögð áhersla á „mjúka útivist“ og léttan útivistarfatnað. „Þetta er ekki Fjallakofinn og við verðum ekki með ísaxir,“ segir Rakel. „Þetta verður aðallega Fjällräven í upphafi en síðan eitthvað meira, maðurinn minn var áður með Fjällräven verslunina og ég svona er að taka við en þetta er upphafið að nýrri verslun.“ Mun taka við gömlum inneignarnótum Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörulagernum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst taka við rekstri verslunarinnar í Haukadal. Þá hafa eigendur hótelsins ákveðið að selja hluta vörubirgðanna, þá einkum útivistarvörur, áfram til Rakelar. Að sögn hennar mun Mt. Hekla taka við inneignarnótum úr Fjällräven versluninni við Laugaveg en ekki úr verslunum Geysis. Verslanir Geysis voru ekki síður þekktar fyrir íburðarmiklar og sérhannaðar viðarinnréttingar sem skáru sig úr fjöldanum. Rakel segir að byggt verði á þeim góða grunni og ekki hróflað við því sem virkar. „Þetta er allt til staðar núna, við munum ekkert rífa allt út og setja nýtt inn. Við erum bara að fara að opna þetta eins og þetta er.“ Verslun Reykjavík Akureyri Tengdar fréttir Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24 Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Rakel er alls ekki ókunn verslunarrekstri en hún rak áður útvistarverslun undir nafninu Mt. Hekla við Skólavörðustíg 12 sem vék síðar fyrir Geysir Heima. Þá var Rakel gjarnan nefnd í sömu andrá og eiginmaður hennar Jóhann Guðlaugsson, eigandi Geysis verslananna, en Jóhann var þó einn skráður eigandi eignarhaldsfélaganna Geysir Shops ehf. og Arctic Shopping ehf. Bæði félög voru tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun mars eftir að öllum verslunum þeirra var lokað í febrúar og starfsfólki sagt upp. Hlutverkin snúist við Aðspurð um tengslin við Geysi segist Rakel fyrst og fremst hafa séð um rekstur veitingastaðarins Rabbabara í Haukadal á sínum tíma. „Ég var ekki mikið í verslunarrekstrinum svo það er frekar nýtt fyrir mér. Þó maður hafi auðvitað verið viðriðinn þetta öll þessi ár þá er ég ekki með beina aðkomu fyrr en núna,“ segir hún í samtali við Vísi. Nú sé um að ræða nýtt upphaf en í þetta sinn hafi hlutverkin snúist við og Jóhann komi ekki að rekstri Mt. Heklu með beinum hætti. „Hann er auðvitað við hliðina á mér og hjálpar mér að sjálfsögðu en ég er með þetta.“ Mt. Hekla mun opna í Hafnarstræti 98 á Akureyri þar sem áður var rekin verslun undir merkjum Geysis.Já.is Engar ísaxir Auk Geysis rak Jóhann meðal annars Fjällräven verslun á Laugavegi og hefur Rakel nú tekið við umboðinu á Íslandi. Hún segir að í Mt. Heklu verði lögð áhersla á „mjúka útivist“ og léttan útivistarfatnað. „Þetta er ekki Fjallakofinn og við verðum ekki með ísaxir,“ segir Rakel. „Þetta verður aðallega Fjällräven í upphafi en síðan eitthvað meira, maðurinn minn var áður með Fjällräven verslunina og ég svona er að taka við en þetta er upphafið að nýrri verslun.“ Mun taka við gömlum inneignarnótum Hótel Geysir hefur fest kaup á öllum vörulagernum úr þrotabúi Geysis verslananna og hyggst taka við rekstri verslunarinnar í Haukadal. Þá hafa eigendur hótelsins ákveðið að selja hluta vörubirgðanna, þá einkum útivistarvörur, áfram til Rakelar. Að sögn hennar mun Mt. Hekla taka við inneignarnótum úr Fjällräven versluninni við Laugaveg en ekki úr verslunum Geysis. Verslanir Geysis voru ekki síður þekktar fyrir íburðarmiklar og sérhannaðar viðarinnréttingar sem skáru sig úr fjöldanum. Rakel segir að byggt verði á þeim góða grunni og ekki hróflað við því sem virkar. „Þetta er allt til staðar núna, við munum ekkert rífa allt út og setja nýtt inn. Við erum bara að fara að opna þetta eins og þetta er.“
Verslun Reykjavík Akureyri Tengdar fréttir Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24 Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Eigendur inneignarnóta muni líklega sitja eftir með sárt ennið Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar. 4. febrúar 2021 15:24
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41
Verslunum Geysis lokað og öllum sagt upp Verslanir Geysis voru lokaðar í gær á fyrsta degi febrúarmánaðar. Þá hefur öllu starfsfólki verið sagt upp störfum samkvæmt heimildum fréttastofu. Fyrirtækið hefur verið í rekstrarvanda vegna fárra ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. 2. febrúar 2021 10:45