Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Snorri Másson skrifar 7. apríl 2021 14:41 Steingrímur J. Sigfússon við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í gær, á svæði lokuðu almenningi. Facebook/Ari Trausti Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. Ari Trausti og Steingrímur töldust því vísindamenn á svæðinu en þeir eru báðir menntaðir jarðvísindamenn. Ari hefur þó lagt sýnu meiri stund á vísindin en Steingrímur, sem útskrifaðist með B.S.-gráðu 1981 og starfaði síðast við jarðfræðistörf 1982-83. Ari er með meistarapróf í jarðvísindum og hefur ritað fjölda greina og rita á því sviði. Ari Trausti Guðmundsson er með bók um íslensk eldgos á ensku í vinnslu.Ragnar Th. Sigurðsson 40 ára gamlar BA-gráður í jarðfræði Ari Trausti segir í samtali við Vísi að ferð þeirra þingbræðra inn á lokað svæðið hafi öll verið í samvinnu við viðeigandi yfirvöld. „Við vorum þarna með fullu leyfi lögreglustjóra og björgunarsveita og í fylgd þeirra,“ segir Ari. Þingmennirnir hafa sætt gagnrýni, enda vafalaust margir svekktir sem fengu ekki að fara inn á svæðið eftir lokunina í gær. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter að þingmenn í „vísindaskyni“ á lokuðu svæði minnti óneitanlega á ráðherrann sem sletti úr klaufunum á „sölusýningu.“ Þar var hún trúlega að vísa til máls Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Óskar Steinn Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, gerði athugasemd við færslu Ara Trausta á Facebook: „Er svæðið lokað öllum almenningi nema þingmönnum með 40 ára gamlar BA-gráður í jarðfræði? Eða hafa þingmennirnir kannski skipt um starfsvettvang?“ Tveir þingmenn smella sér í skoðunarferð á lokað svæði í “vísindaskyni”. Minnir óneitanlega á ráðherrann sem sletti úr klaufunum á “sölusýningu”. pic.twitter.com/DL6nsUJax7— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 6, 2021 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir „fullkomlega óþolandi“ að svæðið sé lokað fyrir suma, en ekki alla. Hinir útvöldu séu greinilega ekki í sömu hættu og aðrir á svæðinu. Það er sem sagt bara lokað fyrir suma, ekki alla. Sem er fullkomlega óþolandi. Aðeins hinir útvöldu eru ekki í sömu hættu á þessu stórhættulega svæði og allir hinir. Ætli ég geti flaggað jarðfræðigráðunni líka til að komast að sjónarspilinu í vísindaskyni?— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 6, 2021 Eðlilegt að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar almenningi Ari segir þessa gagnrýni ekki svaraverða en segir engan vafa um að þeir hafi verið á staðnum í vísindaskyni. „Ég er búinn að skrifa bók um íslenskar eldstöðvar á ensku sem átti að koma út núna þegar Covid-19 hófst. Þá var hún sett á salt en var tilbúin til prentunar. Þegar umbrotin byrjuðu núna var ákveðið að byrja ekki að prenta hana fyrr en búið væri að bæta við hana nýjum kafla. Þá þarf að útvega nýjar myndir og nægan texta. Það kalla ég vísindi,“ segir Ari Trausti. Um Steingrím segir Ari Trausti: „Hann er náttúrulega jarðvísindamaður svo sem og ætlaði að kynna sér aðstæður þarna í krafti síns embættis.“ Steingrímur er síðan sem forseti Alþingis handhafi forsetavalds í fjarveru forseta Íslands. Forseti Íslands fékk einmitt far með þyrlu Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum í upphafi eldgoss. Steingrímur var tekinn tali á gossvæðinu af fréttamanni Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í fréttinni að neðan. Með Ara og Steingrími í för voru Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og Valdimar Leifsson leikstjóri. Einar hefur sótt fundi almannavarna vegna hættustigs á suðvesturhorni landsins og ferð hans tengdist að sögn Ara því starfi. Valdimar er að safna kvikmyndaefni frá staðnum. „Það er mjög eðlilegt að þessi fyrsti gosstaður hafi verið lokaður almenningi enda fór það svo að gossprunga opnaðist á milli svæðanna tveggja. Þá er mikill munur á því hvort 20 manns séu að athafna sig í Meradölum og að hundruð eða þúsundir manna séu á öllu svæðinu,“ segir Ari Trausti. Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon í heimsókn hjá Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík.Slysavarnadeildin Þórkatla Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. 6. apríl 2021 15:12 Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. 3. apríl 2021 08:02 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Ari Trausti og Steingrímur töldust því vísindamenn á svæðinu en þeir eru báðir menntaðir jarðvísindamenn. Ari hefur þó lagt sýnu meiri stund á vísindin en Steingrímur, sem útskrifaðist með B.S.-gráðu 1981 og starfaði síðast við jarðfræðistörf 1982-83. Ari er með meistarapróf í jarðvísindum og hefur ritað fjölda greina og rita á því sviði. Ari Trausti Guðmundsson er með bók um íslensk eldgos á ensku í vinnslu.Ragnar Th. Sigurðsson 40 ára gamlar BA-gráður í jarðfræði Ari Trausti segir í samtali við Vísi að ferð þeirra þingbræðra inn á lokað svæðið hafi öll verið í samvinnu við viðeigandi yfirvöld. „Við vorum þarna með fullu leyfi lögreglustjóra og björgunarsveita og í fylgd þeirra,“ segir Ari. Þingmennirnir hafa sætt gagnrýni, enda vafalaust margir svekktir sem fengu ekki að fara inn á svæðið eftir lokunina í gær. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði á Twitter að þingmenn í „vísindaskyni“ á lokuðu svæði minnti óneitanlega á ráðherrann sem sletti úr klaufunum á „sölusýningu.“ Þar var hún trúlega að vísa til máls Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Óskar Steinn Ómarsson, fyrrverandi ritari Samfylkingarinnar, gerði athugasemd við færslu Ara Trausta á Facebook: „Er svæðið lokað öllum almenningi nema þingmönnum með 40 ára gamlar BA-gráður í jarðfræði? Eða hafa þingmennirnir kannski skipt um starfsvettvang?“ Tveir þingmenn smella sér í skoðunarferð á lokað svæði í “vísindaskyni”. Minnir óneitanlega á ráðherrann sem sletti úr klaufunum á “sölusýningu”. pic.twitter.com/DL6nsUJax7— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 6, 2021 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir „fullkomlega óþolandi“ að svæðið sé lokað fyrir suma, en ekki alla. Hinir útvöldu séu greinilega ekki í sömu hættu og aðrir á svæðinu. Það er sem sagt bara lokað fyrir suma, ekki alla. Sem er fullkomlega óþolandi. Aðeins hinir útvöldu eru ekki í sömu hættu á þessu stórhættulega svæði og allir hinir. Ætli ég geti flaggað jarðfræðigráðunni líka til að komast að sjónarspilinu í vísindaskyni?— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) April 6, 2021 Eðlilegt að gosstöðvarnar hafi verið lokaðar almenningi Ari segir þessa gagnrýni ekki svaraverða en segir engan vafa um að þeir hafi verið á staðnum í vísindaskyni. „Ég er búinn að skrifa bók um íslenskar eldstöðvar á ensku sem átti að koma út núna þegar Covid-19 hófst. Þá var hún sett á salt en var tilbúin til prentunar. Þegar umbrotin byrjuðu núna var ákveðið að byrja ekki að prenta hana fyrr en búið væri að bæta við hana nýjum kafla. Þá þarf að útvega nýjar myndir og nægan texta. Það kalla ég vísindi,“ segir Ari Trausti. Um Steingrím segir Ari Trausti: „Hann er náttúrulega jarðvísindamaður svo sem og ætlaði að kynna sér aðstæður þarna í krafti síns embættis.“ Steingrímur er síðan sem forseti Alþingis handhafi forsetavalds í fjarveru forseta Íslands. Forseti Íslands fékk einmitt far með þyrlu Landhelgisgæslunnar að gosstöðvunum í upphafi eldgoss. Steingrímur var tekinn tali á gossvæðinu af fréttamanni Stöðvar 2 og má sjá viðtalið í fréttinni að neðan. Með Ara og Steingrími í för voru Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og Valdimar Leifsson leikstjóri. Einar hefur sótt fundi almannavarna vegna hættustigs á suðvesturhorni landsins og ferð hans tengdist að sögn Ara því starfi. Valdimar er að safna kvikmyndaefni frá staðnum. „Það er mjög eðlilegt að þessi fyrsti gosstaður hafi verið lokaður almenningi enda fór það svo að gossprunga opnaðist á milli svæðanna tveggja. Þá er mikill munur á því hvort 20 manns séu að athafna sig í Meradölum og að hundruð eða þúsundir manna séu á öllu svæðinu,“ segir Ari Trausti. Ari Trausti Guðmundsson og Steingrímur J. Sigfússon í heimsókn hjá Slysavarnadeildinni Þórkötlu í Grindavík.Slysavarnadeildin Þórkatla
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vísindi Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. 6. apríl 2021 15:12 Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. 3. apríl 2021 08:02 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. 6. apríl 2021 15:12
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns. 3. apríl 2021 08:02