Dýrt spaug Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Orkumál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar