Dýrt spaug Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 7. apríl 2021 15:00 Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Orkumál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir eru ýmsir sem hafa hneykslast yfir þeim opinberum fjármunum sem margar þjóðir hafa mokað í verkefni sem snúa að því að skipta úr jarðefnaeldsneyti yfir í hreinni orkugjafa eða bæta orkunýtni tækja. Þetta eru jú peningar almennings og ef ný tækni getur ekki spjarað sig á eigin forsendum, þá á hún ekki skilið að vera innleidd. Staðreyndin er hinsvegar sú að fyrir á markaði er tækni sem virkar sæmilega, og er ekki alltof dýr. Málið er að þessi tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek. Lásinn Það er nefnilega lás í kerfinu. Lásinn er sá að nýorkutækni var hreinlega of dýr til að geta náð fótfestu á markaði í upphafi. Til að eiga möguleika á almennri markaðsinnleiðingu þurfti tvöfaldan stuðning A) gríðarlega mikinn stuðning til rannsókna, til að bæta tæknina og ná niður tæknilegum kostnaði B) stuðning við framleiðslu í formi niðurgreiðslu á vörum svo hægt væri að ná fjöldaframleiðslu. Í nútíma umhverfi verður að fjöldaframleiða vöru til að lækka kostnað og skapa möguleika á að fínpússa framleiðslu til frekari kostnaðarlækkunar. Hinsvegar er ekki hægt að fjöldaframleiða vöru sem er dýrari en vörur sem fyrir eru á markaði og þar liggur lásinn. Sem sagt, engin fjöldaframleiðsla þýðir engin kostnaðarlækkun og engin kostnaðarlækkun þýðir engin markaður. Þennan lás er einungis hægt að leysa með niðurgreiðslum úr opinberum sjóðum. Fjölmörg ríki hafa farið í þá vegferð síðustu áratugi að höggva á þennan lás með niðurgreiðslum og þvinga þannig inn á markað nýjum og umhverfisvænni lausnum. Tökum dæmi um hverju þessi opinberi stuðningur hefur skilað. Ódýrasta raforka sögunnar Með opinberum rannsóknarstuðningi og niðurgreiðslum í gegnum tíðina hefur náðst sá árangur að mjög víða er sólar- og vindorka án ívilnana með lágmarksorkugeymslu, orðin ódýrasta orka sögunnar. Mörg glæný sólarorkuver framleiða nú raforku með ódýrari hætti en starfandi kola- og gasorkuver og það þó að uppsetningarkostnaður sé tekinn með í heildarmyndina. Já, þessi vegferð hefur skilað því að framtíðar kynslóðir munu ekki einungis fá endurnýjanlega raforku heldur verður hún líka ódýrasta raforka mannkynssögunnar. Ódýrasta lýsing sögunnar Gamla góða glóperan var happafengur á sínum tíma þegar hún tók við af kertum. Gallinn við hana var samt sem áður sá að hún hafði hræðilega orkunýtni og stuttan endingartíma. Ótrúlegum upphæðum var varið úr opinberum sjóðum til að þróa nýja lýsingartækni eins og LED. Víða var glóperum þvingað út af markaði til að skapa rými fyrir fjöldaframaleiðslu, og þar með kostnaðarlækkun, LED lýsingar. Þetta þótti mörgum sárt en hinsvegar sitjum við nú uppi með ódýrustu lýsingu í mannkynssögunni. Ódýrustu einkabílasamgöngur sögunnar Bensín- og dísilvélar í einkabílum hafa þjónað neytendum vel í gegnum tíðina. Gallinn við þá tækni er að orkunýtnin er hörmuleg, olía er endanleg og misskipt auðlind, auk þess sem hún er heilsuspillandi og stuðlar að loftslagsbreytingum. Til að bregðast við þessum staðreyndum hafa mörg ríki mokað opinberu fé í þróunarstyrki á rafhlöðum og í niðurgreiðslur á rafbílum. Þetta fjáraustur hefur þegar skilað bílum sem eru ódýrari í rekstri en áður hefur þekkst og flestar greiningar benda til þess að rafbílar verði einnig ódýrari í innkaupum á næstu 5-10 árum. Þessi vegferð mun því að öllum líkindum skila ódýrustu einkabílasamgöngum mannkynssögunnar. Opinberar stuðningur með almannafé, þolinmæði og staðfesta geta skilað árangri. Mikilvægt er að láta ekki úrtöluraddir um meint bruðl með almannafé yfirgnæfa umræðuna. Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun