Íslenski boltinn

KA fær reynslu­mikinn varnar­mann frá Serbíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dusan Brkovic verður í varnarlínu KA í sumar.
Dusan Brkovic verður í varnarlínu KA í sumar. KA

Knattspyrnudeild KA hefur samið við Dusan Brkovic og mun hann leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

KA greindi frá þessu á vef sínum í dag.

Dusan er 32 ára gamall varnarmaður og mun að öllum líkindum leika í hjarta varnar KA-liðsins í sumar. Hann hefur leikið í efstu deild í heimalandi sínu Serbíu sem og Ungverjalandi þar sem hann varð til að mynda meistari árið 2014. Einnig hefur hann leikið í Ísrael sem og Lettlandi.

Akureyringar hafa verið á höttunum á eftir miðverði undanfarið og virðast nú vera komnir með það sem er að öllum líkindum síðasta púslið í leikmannahóp þeirra.

KA lenti í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið gerði 12 jafntefli í 18 leikjum, vann aðeins þrjá en tapaði ekki nema þremur. Varnarleikur liðsins var til fyrirmyndar á meðan sóknarleikurinn hefur oft verið betri.

KA mætir HK í Kórnum, Kópavogi, í fyrstu umferð deildarinnar í sumar. Sem stendur fer leikurinn fram 24. apríl en það gæti breyst þar sem enn er æfinga- og keppnisbann hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×