Halldóra vill ekki taka við gögnum um sóttvarnaaðgerðir með trúnaðarskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2021 11:19 Halldóra Mogensen segir að ekki hafi verið búið að reyna vægari úrræði áður en reglugerð var sett sem skyldaði alla sem koma til landsins á sóttvarnahótel. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Pírata í velferðarnefnd segir stjórnvöld hafa gengið of langt með reglugerð sem skyldaði alla til dvalar á sóttvarnahóteli eftir komuna til landsins. Hún hefur óskað eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi undirbúning reglugerðarinnar en ráðuneytið vill að trúnaður ríki um hluta gagnanna. Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Halldóra Mogensen, fulltrúi Pírata í velferðarnefnd, óskaði eftir gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu eftir að heilbrigðisráðherra mætti fyrir nefndina á þriðjudag, varðandi undirbúning reglugerðar um sóttvarnahótel sem héraðsdómur dæmdi síðan ólöglega. Svör bárust frá heilbrigðisráðuneytinu í gær sem rædd voru á fundi velferðarnefndar í morgun. „Ég bað um til dæmis öll málsgögn sem varðar undirbúning og setningu reglugerðar um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri og upplýsingar um öll skráð samskipti, formlega og óformleg innan ráðuneytisins, og upplýsingar um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um setningu reglugerðarinnar sem var til umræðu á ríkisstjórnarfundi þann 30. mars,“ segir Halldóra. Fleiri tóku undir Fleiri nefndarmenn hafi tekið munnlega undir þessa formlegu beiðni hennar. Í svari ráðuneytisins hafi komið fram að trúnaður ríkti um hluta upplýsinganna og þau væri hægt að afhenda nefndinni til skoðunar með þeim fyrirvara. „Þar er um að ræða minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar og sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnarinnar. Svo er líka minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti fyrirhugaðra aðgerða á landamærum,“ segir Halldóra. Vill ekki láta múlbinda sig Halldóra segist ekki vilja láta múlbinda sig eftir móttöku gagna og telur að innihald þessarra minnisblaða eigi full erindi bæði við almenning og nefndarfólk til að meta stöðuna. Ráðuneytið gæti skyggt hluta sem eðlilega yrði að ríkja trúnaður um. Því hafi hún óskað eftir því eftir nefndarfund í morgun að ráðuneytið endurskoðaði þessa afstöðu sína. Nokkuð mikil sátt hefur ríkt um sóttvarnaaðgerðir undanfarið ár. Halldóra segir afstöðu hennar nú í þessu máli ekki ráðast af því að kosningar verði í haust. Hún hafi áhyggjur af því að verið sé að ganga of langt með aðgerðum og meðalhófs sé ekki gætt, eins og þegar skylda átti alla sem koma til landsins í sóttkví á sóttvarnahóteli. Reyna hefði átt vægari úrræði fyrst. „Það þarf að tryggja það til dæmis að efla eftirlitið. Að hafa handahófkennt eftirlit með fólki og hafa mjög sterk viðurlög. Það er að segja að skikka fólk á sóttkvíarhótel ef það brýtur sóttkví eða hækka sektir allverulega. Þetta er ekki búið að fullreyna, að athuga hvort það hafi bara hreinlega sömu niðurstöðu, ef ekki betri, heldur en að skikka alla á sóttkvíarhótel strax,“ segir Halldóra Mogensen.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira