Hefur skilað tillögum um breyttar aðgerðir en telur þær ekki verða jafn áhrifaríkar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 11:18 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Almannavarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum um breyttar aðgerðir á landamærunum eftir að Landsréttur vísaði niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti sóttvarnahúsaskyldu frá í gær. Mikilvægt sé að auka eftirlit með fólki sem fari í heimasóttkví við komuna til landsins. Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Þetta kom fram á upplýsingafundi um Covid-19 faraldurinn rétt í þessu. Þórólfur útlistaði ekki hvað felst í tillögunum en sagði þær ekki mundu verða eins áhrifaríkar og að skylda fólk frá hááættusvæðum í sóttvarnarhús. Þó vonaðist hann til þess að þær myndu skila tilætluðum árangri. Hann sagði tillögurnar ekki útiloka að stjórnvöld leituðu áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna viðurkenndi Þórólfur að það væru vonbrigði að lagastoð fyrir umræddri reglugerð hefði ekki verið fyrir hendi. Hann sagði sóttvarnaaðgerðir þó alls ekki í uppnámi en ef fleiri brestir yrðu á þá gæti farið svo. Fram kom á fundinum að frá því að reglur voru hertar 25. mars síðastliðinn hafa 79 greinst innanlands, 57 í sóttkví og 22 utan sóttkvíar. Í öllum tilvikum reyndist um breska afbrigðið að ræða. Segir mikilvægt að auka eftirlit Þórólfur hefur sjaldan tjáð sig um innihald minnisblaða sinna með beinum hætti áður en heilbrigðisráðherra hefur tekið þau til skoðunar. Hann var spurður að því á fundinum hvaða möguleikar væru fyrir hendi varðandi aðgerðir á landamærum sem stendur. „Það er bara mjög margt hægt að gera,“ sagði Þórólfur. „Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvaða skilyrði húsnæðið þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og hugsanlega setja þá í sóttvarnahús sem ekki geta uppfyllt þetta.“ Þá væri hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta. „Það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara.“ Þórólfur sagði ekki ljóst hvernig eftirlit yrði aukið með fólki í sóttkví. Til þess þyrfti aukinn mannafla og allt að vera innan þeirra marka sem lög og reglugerðir leyfi. En mikilvægt væri að eftirlit yrði aukið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira