Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 07:00 Marcus Rashford hefur skorað 20 mörk fyrir Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Phil Noble Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira