Enski boltinn

Michail Antonio líklega frá út tímabilið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Michail Antonio þurfti að fara af velli þegar West Ham lagði Wolves  síðastliðinn mánudag.
Michail Antonio þurfti að fara af velli þegar West Ham lagði Wolves  síðastliðinn mánudag. Michael Regan/Getty Images

Michail Antonio, framherji West Ham, þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik í 3-2 sigri liðsins gegn Wolves síðastliðinn mánudag. Antonio meiddist aftan á læri og nýjustu fregnir herma að meiðslin séu alvarlegri en áður var talið. Hann gæti því þurft að fylgjast með leikjum liðsins úr stúkunni það sem eftir er af tímabilinu.

Michail Antonio hefur skorað sjö mörk í 21 leik fyrir West Ham á tímabilinu, en aðeins Tomas Soucek hefur skorað meira fyrir liðið í vetur.

Þetta setur stórt strik í reikninginn fyrir West Ham sem er nú í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar.

Declan Rice, sem hefur verið mikilvægur hlekkur á miðju West Ham, er einnig á meiðslalistanum. Rice meiddist á hné á dögunum og verður frá í fjórar til sex vikur.

David Moyes og lærisveinar hans máttu því varla við því að missa lykilleikmann eins og Antonio í meiðsli nú þegar aðeins átta leikir eru eftir og liðið að berjast um að komast í Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×